Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Kári Mímisson skrifar 27. nóvember 2024 18:32 Diamond Alexis Battles átti frábæran leik í liði Hauka. Vísir/Diego Haukar tóku á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í 8. umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku heimakonur í Haukum gjörsamlega yfir leikinn og fór með sannfærandi 17 stiga sigur af hólmi. Lokatölur 100-83 Haukum í vil sem tylla sér á toppinn með sigrinum. Leikurinn fór hægt af stað og jafnræði var með liðunum til að byrja með. Keflavík hafði eins stigs forystu að loknum fyrsta leikhluta. Keflavík varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Anna Lára Vignisdóttir þurfti að víkja af velli vegna meiðsla. Anna Lára sárþjáð.Vísir/Diego Áfram var allt í odda hjá liðunum framan af öðrum leikhluta en þegar stutt var til hálfleiks náðu Haukakonur fínum kafla og héldu inn til búningsklefa með fimm stiga forskot. Staðan í hálfleik 47-42. Þessi góði kafli Hauka undir lok fyrri hálfleiks gaf liðinu heldur betur byr undir báða vængi. Liðið skoraði fyrstu átta stig seinni hálfleiksins. Vörn Hauka var virkilega sterk á þessu tímapunkti og liðinu tókst að stöðva Keflavík trekk í trekk þegar suðurnesjastelpur freistuðu þess að sækja hratt. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Haukar náðu mest 17 stiga forystu í þriðja leikhluta og fór ansi langt með leikinn en fínt áhlaup Keflavíkur undir lok leikhlutans gaf þeim von. Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum tókst Jasmine Dickey að koma þessu niður í tveggja körfu leik, 71-67. Haukum tókst þó fljótlega að brúa bilið aftur og enduðu svo á glæsilegum lokaspretti þar sem liðið komst mest 20 stigum yfir. Lokatölur eins og áður segir 100-83 hér í Ólafssal. Eva Margrét Kristjánsdóttir reynir að finna samherja.Vísir/Diego Atvik leiksins Ekkert sérstakt atvik í leiknum sjálfum en aðal atvikið er auðvitað hversu sannfærandi sigur Hauka var í kvöld. Það verður bara að segja að Emil og hans stúlkur eru eins og staðan er í dag sigurstranglegasta lið deildarinnar. Stjörnur og skúrkar Heilt yfir voru Haukastúlkur frábærar í dag. Ég verð að fá að nefna nokkrar. Eva Margrét var stórkostleg undir körfunni og reif niður 14 fráköst og skoraði 17 stig. Lore Devos var virkilega góð og skoraði 25 stig. Það verður samt að segjast að Diamond Battles átti sinn besta leik sem við höfum séð hana spila hér á Íslandi. Diamond Alexis Battles var frábær í liði Hauka.Vísir/Diego Frábær leikur hjá Battles í alla staði bæði varnarlega og sóknarlega en hún endaði með 27 stig og tók 9 fráköst. Hjá Keflavík var Jasmine Dickey atkvæðamest með 31 stig þar af 23 í fyrri hálfleik þar sem hún fór mikinn. Jasmine Dickey gerði hvað hún gat.Vísir/HAG Dómarinn Auðvitað eitt og eitt atvik sem maður getur sjálfsagt potað í en heilt yfir voru þeir með þetta í dag. Myndbandstæknin hjálpar dómurum að taka réttar ákvarðanir.Vísir/Diego Stemning og umgjörð Ágætis mæting í Ólafssal í dag. Fyrir leikinn heiðruðu Haukar lið sín sem urðu bikarmeistarar árið 1984 og 1992. Skemmtileg athöfn og gaman að sjá kunnugleg andlit eins og Guðbjörgu Norðfjörð, formann KKÍ, en hún varð bikarmeistari með Haukum árið 1992. Þetta er leiðinlegt og drepur niður leikinn Emil Barja á hliðarlínunni ásamt einum af dómurum leiksins.Vísir/Diego Emil Barja var kátur þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Frábær sigur og ég ánægður með stelpurnar,“ sagði Emil í viðtali við Pálma Þórsson. Diamond Battles var frábær fyrir Hauka í kvöld. Er ánægður að hún sé farin að koma sér meira inn í þetta sem leiðtogi í þessu liði? „Algjörlega, fannst hún taka svolítið yfir í fjórða leikhluta. Hún getur miklu meira en hún hefur verið að sýna.“ Það gekk vel hjá Haukum að stöðva Keflavík þegar þær reyndu að sækja hratt. Haukastúlkur fengu ófáar villurnar fyrir taktísk bort. „Markmiðið var að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim, skrítið að segja það en við höfum verið að æfa okkur á æfingum að brjóta og stoppa hraðaupphlaup, þetta má ef maður er að reyna við boltan en þetta er leiðinlegt og drepur niður leikin, en skilaði sigri,“ sagði Emil og glotti. Bónus-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Haukar voru betri í dag Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. 27. nóvember 2024 22:19
Haukar tóku á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í 8. umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku heimakonur í Haukum gjörsamlega yfir leikinn og fór með sannfærandi 17 stiga sigur af hólmi. Lokatölur 100-83 Haukum í vil sem tylla sér á toppinn með sigrinum. Leikurinn fór hægt af stað og jafnræði var með liðunum til að byrja með. Keflavík hafði eins stigs forystu að loknum fyrsta leikhluta. Keflavík varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Anna Lára Vignisdóttir þurfti að víkja af velli vegna meiðsla. Anna Lára sárþjáð.Vísir/Diego Áfram var allt í odda hjá liðunum framan af öðrum leikhluta en þegar stutt var til hálfleiks náðu Haukakonur fínum kafla og héldu inn til búningsklefa með fimm stiga forskot. Staðan í hálfleik 47-42. Þessi góði kafli Hauka undir lok fyrri hálfleiks gaf liðinu heldur betur byr undir báða vængi. Liðið skoraði fyrstu átta stig seinni hálfleiksins. Vörn Hauka var virkilega sterk á þessu tímapunkti og liðinu tókst að stöðva Keflavík trekk í trekk þegar suðurnesjastelpur freistuðu þess að sækja hratt. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Haukar náðu mest 17 stiga forystu í þriðja leikhluta og fór ansi langt með leikinn en fínt áhlaup Keflavíkur undir lok leikhlutans gaf þeim von. Þegar átta mínútur voru eftir af leiknum tókst Jasmine Dickey að koma þessu niður í tveggja körfu leik, 71-67. Haukum tókst þó fljótlega að brúa bilið aftur og enduðu svo á glæsilegum lokaspretti þar sem liðið komst mest 20 stigum yfir. Lokatölur eins og áður segir 100-83 hér í Ólafssal. Eva Margrét Kristjánsdóttir reynir að finna samherja.Vísir/Diego Atvik leiksins Ekkert sérstakt atvik í leiknum sjálfum en aðal atvikið er auðvitað hversu sannfærandi sigur Hauka var í kvöld. Það verður bara að segja að Emil og hans stúlkur eru eins og staðan er í dag sigurstranglegasta lið deildarinnar. Stjörnur og skúrkar Heilt yfir voru Haukastúlkur frábærar í dag. Ég verð að fá að nefna nokkrar. Eva Margrét var stórkostleg undir körfunni og reif niður 14 fráköst og skoraði 17 stig. Lore Devos var virkilega góð og skoraði 25 stig. Það verður samt að segjast að Diamond Battles átti sinn besta leik sem við höfum séð hana spila hér á Íslandi. Diamond Alexis Battles var frábær í liði Hauka.Vísir/Diego Frábær leikur hjá Battles í alla staði bæði varnarlega og sóknarlega en hún endaði með 27 stig og tók 9 fráköst. Hjá Keflavík var Jasmine Dickey atkvæðamest með 31 stig þar af 23 í fyrri hálfleik þar sem hún fór mikinn. Jasmine Dickey gerði hvað hún gat.Vísir/HAG Dómarinn Auðvitað eitt og eitt atvik sem maður getur sjálfsagt potað í en heilt yfir voru þeir með þetta í dag. Myndbandstæknin hjálpar dómurum að taka réttar ákvarðanir.Vísir/Diego Stemning og umgjörð Ágætis mæting í Ólafssal í dag. Fyrir leikinn heiðruðu Haukar lið sín sem urðu bikarmeistarar árið 1984 og 1992. Skemmtileg athöfn og gaman að sjá kunnugleg andlit eins og Guðbjörgu Norðfjörð, formann KKÍ, en hún varð bikarmeistari með Haukum árið 1992. Þetta er leiðinlegt og drepur niður leikinn Emil Barja á hliðarlínunni ásamt einum af dómurum leiksins.Vísir/Diego Emil Barja var kátur þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Frábær sigur og ég ánægður með stelpurnar,“ sagði Emil í viðtali við Pálma Þórsson. Diamond Battles var frábær fyrir Hauka í kvöld. Er ánægður að hún sé farin að koma sér meira inn í þetta sem leiðtogi í þessu liði? „Algjörlega, fannst hún taka svolítið yfir í fjórða leikhluta. Hún getur miklu meira en hún hefur verið að sýna.“ Það gekk vel hjá Haukum að stöðva Keflavík þegar þær reyndu að sækja hratt. Haukastúlkur fengu ófáar villurnar fyrir taktísk bort. „Markmiðið var að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim, skrítið að segja það en við höfum verið að æfa okkur á æfingum að brjóta og stoppa hraðaupphlaup, þetta má ef maður er að reyna við boltan en þetta er leiðinlegt og drepur niður leikin, en skilaði sigri,“ sagði Emil og glotti.
Bónus-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Haukar voru betri í dag Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. 27. nóvember 2024 22:19
Haukar voru betri í dag Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt. 27. nóvember 2024 22:19
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti