Kærir föður sinn fyrir fjársvik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 06:31 Baker Mayfield sakar föður sinn um að stela af sér meira en einum og hálfum milljarði króna. Getty/Michael Owens Baker Mayfield er í hópi bestu leikstjórnenda NFL-deildarinnar og hann hefur efnast vel á ferli sínum. Það er þó ekki allt gott að frétta úr fjölskyldulífi kappans. Mayfield hefur átt frábært tímabil með Tampa Bay Buccaneers í vetur og er heldur betur að standa undir nýja samningnum sem hann skrifaði undir í mars. Það er samt óheppilegt mál í gangi á bak við tjöldin. Baker hefur nefnilega ákveðið að kæra föður sinn fyrir fjársvik. Hann segir að fyrirtæki föður hans hafi millifært 12,2 milljónir dollara frá reikningi hans án leyfis og án þess að borga það til baka. Kæran kemur nú fram í dagsljósið í Þakkargjörðarvikunni þegar flestar fjölskyldur í Bandaríkjunum hittast og borða saman kalkún. Það er þó ólíklegt að öll Mayfield fjölskyldan eyði Þakkargjörðarhátíðinni saman. James W. Mayfield er stofnandi og stjórnandi fjárfestingafélagsins Camwood Capital en það er fyrirtækið sem Mayfield og kona hans saka um fjársvikin. Bróðir Bakers, Matt Mayfield, er einnig háttsettur hjá þessu fjárfestingafélagi. Þetta gerðist á árunum 2018 til 2021. Þetta jafngildir meira en 1,6 milljörðum íslenskra króna. Þriggja ára samningur Mayfield við Buccaneers á að skila honum næstum því hundrað milljónum Bandaríkjadala og hann var alltaf öruggur með fimmtíu milljónir dollara. Hundrað milljónir dollara eru rúmir 13,7 milljarðar í íslenskum krónum. Baker Mayfield has filed a federal lawsuit against his father’s company for close to $12 million in damages.The lawsuit alleges that Mayfield's father’s companies stole millions from the quarterback and his wife and failed to pay any of it back.More ⬇️— Front Office Sports (@FOS) November 26, 2024 NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Mayfield hefur átt frábært tímabil með Tampa Bay Buccaneers í vetur og er heldur betur að standa undir nýja samningnum sem hann skrifaði undir í mars. Það er samt óheppilegt mál í gangi á bak við tjöldin. Baker hefur nefnilega ákveðið að kæra föður sinn fyrir fjársvik. Hann segir að fyrirtæki föður hans hafi millifært 12,2 milljónir dollara frá reikningi hans án leyfis og án þess að borga það til baka. Kæran kemur nú fram í dagsljósið í Þakkargjörðarvikunni þegar flestar fjölskyldur í Bandaríkjunum hittast og borða saman kalkún. Það er þó ólíklegt að öll Mayfield fjölskyldan eyði Þakkargjörðarhátíðinni saman. James W. Mayfield er stofnandi og stjórnandi fjárfestingafélagsins Camwood Capital en það er fyrirtækið sem Mayfield og kona hans saka um fjársvikin. Bróðir Bakers, Matt Mayfield, er einnig háttsettur hjá þessu fjárfestingafélagi. Þetta gerðist á árunum 2018 til 2021. Þetta jafngildir meira en 1,6 milljörðum íslenskra króna. Þriggja ára samningur Mayfield við Buccaneers á að skila honum næstum því hundrað milljónum Bandaríkjadala og hann var alltaf öruggur með fimmtíu milljónir dollara. Hundrað milljónir dollara eru rúmir 13,7 milljarðar í íslenskum krónum. Baker Mayfield has filed a federal lawsuit against his father’s company for close to $12 million in damages.The lawsuit alleges that Mayfield's father’s companies stole millions from the quarterback and his wife and failed to pay any of it back.More ⬇️— Front Office Sports (@FOS) November 26, 2024
NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira