Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:22 Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar