Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:32 Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Byggðamál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að ákall vinstri flokka um stóraukin veiðigjöld eru aðför að landsbyggðinni og ekkert annað en hreinn og klár landsbyggðarskattur. Það segir sig sjálft að þegar rekstrarumhverfi sjávarútvegsins verður gert erfiðara með aukinni skattheimtu eykur það líkur á enn frekari samþjöppun í greininni, það dregur úr fjárfestinga- og framkvæmdagetu og rekstrarhæfni fyrirtækja og dregur þar með úr tækifærum til nýsköpunar og vaxtar. Flytjum ekki fjármagnið frá sveitarfélögunum Samfylkingin talar fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts. Sveitarfélög fá ekki eina krónu af fjármagnstekjuskatti til sín og því augljóst að með slíkum skattahækkunum er verið er að færa fjármagn sem annars væri eftir í hagkerfi sveitarfélaga á landsbyggðinni í auknum mæli til 63 þingmanna til að útdeila eftir sínum geðþótta. Samfylkingin vill því flytja það fjármagn af landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðið til að útdeila þaðan. Samfylking vill skattleggja orkuframleiðslu, fiskeldi, ferðaþjónustu og sjávarútveg meira Í umfjöllun síðustu daga virðist stefna Samfylkingarinnar fyrst og fremst vera aukin skattheimta á landsbyggðina með svokölluðum auðlindagjöldum sem yrðu tekin upp í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu og af þessari upptalningu er ljóst að landsbyggðin, og ekki síst suðurkjördæmi, er gullpottur Samfylkingarinnar. Verndum miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýrinni Þeir stjórnmálaflokkar sem ráða í Reykjavíkurborg hafa því ver og miður leynt og ljóst þrengt verulega að starfsemi Reykjavíkurflugvallar og vilja hana helst þaðan burt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir landsbyggðina að vernda starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri sem miðstöð sjúkraflugs á landinu en tími sjúkraflutninga frá innanlandsflugvelli að Landspítala getur skipt sköpum í alvarlegum, bráðum veikindum. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og Landspítali veitir landsbyggðinni afar mikilvæga þjónustu sem við, allir landsmenn, þurfum að hafa greiðan aðgang að. Bætum grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni hefur verið vaxandi vandamál sem mikilvægt er að bregðast við. Meðal kosningaáherslna Sjálfstæðisflokksins er að veita fjárhagslega hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk vegna starfa á landsbyggðinni, veita skattaívilnanir fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem kemur heim úr námi erlendis og að fjölga heilbrigðismenntuðum til að mæta framtíðarþörf fyrir heilbrigðisþjónustu Af þessari stuttu en alls ekki tæmandi upptalningu er það kýrskýrt að valkostur íbúa á landsbyggðinni er augljós. Helstu tækifæri sveitarfélaga á landsbyggðinni til vaxtar eru samhliða áherslum og stefnu Sjálfstæðisflokksins, með öflugu atvinnulífi, kröftugri verðmætasköpun, lægri sköttum og lágmörkun ríkisafskipta. Gefum atvinnulífi svigrúm og súrefni til vaxtar til að skapa meira fyrir fleiri. Stækkum kökuna. Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn, fyrir landsbyggðina! Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun