Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 10:22 Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun