Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2024 14:01 Frá tónleikum hópsins í Tjarnarbíó. Aðsend Benni Hemm Hemm & Kórinn standa fyrir tónleikum í líkamsræktarstöðinni Grandi 101 á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Hópurinn leggur undir sig spinninghjólin, upphífingarstangirnar og teygjusvæðið samhliða tónlistarflutningi. Í tilkynningu um tónleikana kemur fram að hópurinn sé þekktur fyrir einstaka sviðsframkomu og að hann dansi á mörkum þess að vera band eða kór sem standi fyrir tónleikum eða sviðsverkum. Þar segir einnig að tónleikarnir á morgun verði þar engin undantekning og sviðsetning verði að vanda óvænt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að kórinn muni á tónleikunum einnig koma fram með hljómsveit sem skipuð er kórmeðlimum, sem leika á bassa, fiðlu, harmonikku og þverflautu. „Við þurfum frí frá jólatónleikum og kosningafréttum og vondu veðri og hvað er þá betra en að fara á tónleika með kvennakór í líkamsræktarsal? Við erum að fara að spila lög úr sýningunni okkar Ljósið & ruslið en líka helling af nýjum lögum sem er mjög spennandi að setja á svið útá Granda. Kórinn er búinn að æfa stíft og hefur aldrei verið betri. Ég held að þetta verði fullkomin blanda af því að vera fallegt, kósí, stuð og gaman,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm. Frá fyrri tónleikum hópsins.Aðsend Kórinn var stofnaður í ársbyrjun árið 2023 og er samstarfsverk Benna Hemm Hemm, Ásrúnar Magnúsdóttur dansara og kórmeðlima. Benni útsetur verk fyrir Kórinn sem samanstendur af um þrjátíu konum úr öllum áttum. Ásrún semur allar sviðshreyfingar. Sumir kórmeðlimir eru tónlistarkonur eða hafa reynslu af því að syngja í kór. Aðrar eru dansarar og danshöfundar eða sviðslistakonur og enn aðrar eru bara forvitnar og framsæknar konur. Tónleikar á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Í tilkynningu um tónleikana kemur fram að hópurinn sé þekktur fyrir einstaka sviðsframkomu og að hann dansi á mörkum þess að vera band eða kór sem standi fyrir tónleikum eða sviðsverkum. Þar segir einnig að tónleikarnir á morgun verði þar engin undantekning og sviðsetning verði að vanda óvænt. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að kórinn muni á tónleikunum einnig koma fram með hljómsveit sem skipuð er kórmeðlimum, sem leika á bassa, fiðlu, harmonikku og þverflautu. „Við þurfum frí frá jólatónleikum og kosningafréttum og vondu veðri og hvað er þá betra en að fara á tónleika með kvennakór í líkamsræktarsal? Við erum að fara að spila lög úr sýningunni okkar Ljósið & ruslið en líka helling af nýjum lögum sem er mjög spennandi að setja á svið útá Granda. Kórinn er búinn að æfa stíft og hefur aldrei verið betri. Ég held að þetta verði fullkomin blanda af því að vera fallegt, kósí, stuð og gaman,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson, betur þekktur sem Benni Hemm Hemm. Frá fyrri tónleikum hópsins.Aðsend Kórinn var stofnaður í ársbyrjun árið 2023 og er samstarfsverk Benna Hemm Hemm, Ásrúnar Magnúsdóttur dansara og kórmeðlima. Benni útsetur verk fyrir Kórinn sem samanstendur af um þrjátíu konum úr öllum áttum. Ásrún semur allar sviðshreyfingar. Sumir kórmeðlimir eru tónlistarkonur eða hafa reynslu af því að syngja í kór. Aðrar eru dansarar og danshöfundar eða sviðslistakonur og enn aðrar eru bara forvitnar og framsæknar konur.
Tónleikar á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira