Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 29. nóvember 2024 18:31 Haukar hafa ekki átt sjö dagana sæla í Bónus-deildinni í vetur. vísir/viktor Haukar tóku á móti Njarðvík í Ólafssal á áÁvöllum í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Haukar voru enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni á meðan Njarðvík freistaði þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð. Það var Njarðvík sem hafði betur með nítján stigum, 74-93. Það var Njarðvík sem byrjaði leikinn á því að fá uppkastið dæmt til sín og settu auk þess fyrstu stigin á töfluna eftir rúmlega mínútu leik. Það var þokkalega jafnt með liðunum lengst af en Njarðvík náði góðum lokakafla í leikhlutanum sem skilaði þeim 14-19 forystu eftir fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti og settu niður góð skot sem kom þeim í fjögurra stiga forskoti strax í upphafi leikhlutans. Njarðvík náði þó áttum fljótlega og tóku öll völd á leiknum eftir því sem leið á. Njarðvík náði fimmtán stiga forystu á kafla með frábæru spili og voru það gestirnir frá Njarðvík sem leiddu í hálfleik með ellefu stigum 38-49. Veigar Páll byrjaði seinni hálfleikinn með því að negla niður þrist fyrir gestina frá Njarðvík og var það ákveðin fyrirboði fyrir það hvað var í vændum í þessum leikhluta. Njarðvíkingar héldu áfram að bæta við forskot sitt á meðan það var lítið að ganga upp hjá liði Hauka. Heimamenn voru oft á tíðum sínir verstu óvinir með furðulegum ákvörðunartökum og gerðu gestunum ekki beint erfitt fyrir. Njarðvíkingar leiddu með tuttugu stigum fyrir síðasta leikhlutann 55-75. Tilfinningin í fjórða leikhluta var svolítið þess eðlis að manni fannst bæði lið svolítið bara bíða eftir að leiknum myndi ljúka. Haukar gerðu aldrei neina alvöru atlögu að því að koma til baka að einhverju viti. Njarðvík fór að lokum með nítján stiga sigur af hólmi 74-93. Atvik leiksins Veigar Páll setur stór skot í öðrum leikhluta og byrjar þriðja með því að sökkva niður þrist. Þegar þessi skot voru að detta á meðan ekkert var að ganga upp á sama tíma hjá Haukum fann maður að Njarðvíkingar væru með leikinn fullkomlega í höndum sér. Stjörnur og skúrkar Mario Matasovic var frábær í liði Njarðvíkinga í dag og skorði 26 stig ásamt því að rífa niður tólf fráköst. Veigar Páll Alexandersson var einnig gríðarlega öflugur og skoraði 22 stig. Steven Verplancken var ljós punktur í liði Hauka í kvöld. Sýndi á tíðum að það er hörku leikmaður þarna sem Haukar geta látið sig hlakka til að sjá meira af. Skoraði 18 stig í frumraun sinni fyrir Hauka. Dómarinn Mér fannst þetta bara vera allt í lagi frammistaða frá dómurum leiksins í kvöld. Eflaust hægt að tína til einhverja dóma hér og þar sem hægt er að mótmæla. Haukar eru sennilega ekkert alltof seldir á þessar tæknivillur sem þeir fengu í leiknum en dómararnir höfðu ekki nein teljandi áhrif á niðurstöðu leiksins í kvöld. Stemingin og umgjörð Skal alveg viðurkenna það að maður hefur oft séð fleiri á vellinum en maður sá í dag. Stemningin á vellinum var svolítið eftir því. Maður heyrði allt inni á vellinum, hvaða kerfi var verið að kalla, hvert var verið að leiðbeina mönnum að fara og þar fram eftir. Að því sögðu þá fullt hrós á þá sem létu sjá sig hérna í kvöld. Maté: „Hittum ekki neitt“ „Mjög vonsvikinn bara.“ Sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka svekktur aðspurður um fyrstu viðbrögð við tapi Hauka í kvöld. „Við hittum bara ekki neitt. Við erum 3/25 í þristum í þessum leik og við vitum allir hvernig Milka spilar „pick and roll“ vörn. Við erum að ná að búa til fullt af góðum skotfærum sóknarlega þar sem góðir sóknarmenn eins og Everage, Steven, Hilmir og Steeve eru að taka galopna þriggja stiga. Við getum ekki unnið þegar að við hittum ekki neitt. Mér fannst það draga úr okkur lífsviljan, auðvitað á það ekki að gerast en við erum ekki á betri stað en það að við spilum agalega „soft“ varnarleik þegar að við klikkum þrisvar, fjórum, fimm sinnum í sókn.“ Aðspurður um hvort þetta hafi verið að einhverju leyti skortur á sjálfstrausti í liði Hauka var Maté ekki alveg viss með það. „Ég veit það ekki alveg. Ég hélt að við hefðum núllstillt okkur eitthvað og við erum að fá inn strák sem er frábær skotmaður. Hann er einn af níu í þristum. Fjögur, fimm alveg galopinn svo ég vona að það sé ekki sjálfstraust vandamál, hann er varla mættur en ég veit ekki með hina. Everage er 39 ára gamall og búin að vera topp 10 skorari í þessari deild í einhver sex, sjö ár. Ég ætla rétt að vona að hann sé ekki farinn að efast um sjálfan sig eftir tuttugu ára körfuboltaferil.“ Maté var ekki sammála því að litlu hlutirnir væru farnir að vera erfiðari heldur þvert á móti stóru hlutirnir væru farnir að vera erfiðari. „Nei, mér finnst eiginlega stóru hlutirnir vera erfiðir. Við erum ekki að ná að skora einu sinni þegar við erum að fara tveir á einn. Við náum ekki að skora þrír á tvo. Við teiknum upp eitthvað kerfi og það gengur fullkomlega upp, 45% þriggja stiga skytta er galopinn uppi á topp og setur það ekki ofan í. Það þarf að detta í næsta leik. Við vinnum engann ef við hittum ekkert ofan í.“ Rúnar Ingi: „Virkilega mikilvægt svar“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkinga, var að vonum kátur með úrslitin: „Virkilega mikilvægt svar. Við spiluðum ekki eins og við vildum spila í síðustu umferð fyrir hlé. Það er kannski ekki búið að vera það besta að fara í tveggja vikna hlé með það á bakinu en samt að vissu leyti þá erum við búnir að hafa tíma til þess að menn taki aðeins andlegt frí og slaki aðeins á. Líka tíma til þess að kafa svolítið ofan í það sem við viljum standa fyrir.“ Njarðvíkingar voru fyrsta fórnarlamb ÍR í síðustu umferð og var verkefni kvöldsins að verða heldur ekki fyrsta fórnarlamb Hauka. „Þetta var smá flókin staða að vera í. Við missum Dwayne [Lautier-Ogunleye] út í meiðsli og hann verður frá í langan tíma og þeir að bæta við sig [Steven] Verpracken sem er bara virkilega flottur leikmaður. “ „Þetta var svolítið hættulegur leikur að koma inn í. Með tapi þá erum við bara komnir í leiðindarmál en með sigri þá náum við að setja aftur smá „statement“ og löppina niður og höldum áfram að byggja á þessu. Þetta voru ótrúlega stór tvö stig að mínu mati hér í kvöld.“ Veigar Páll Alexandersson og Mario Matasovic stigu vel upp í liði Njarðvíur í kvöld. „Við viljum spila liðs körfubolta og finna há prósentu skot og finna hvar eru veikleikarnir. Haukarnir gerðu vel að hópast að [Khalil] Shabazz og við vorum að hreyfa boltann vel. Finna Veigar og Mario sem að svöruðu. Ég vill líka fá meira frá Veigari og ég er búin að tala um það við hann og hann þarf að vera með hausinn á réttum stað og hann var svo sannarlega á réttum stað í dag og hann var bara virkilega góður í nánast fjörutíu mínútur í kvöld.“ Njarðvíkingar eru ekki með djúpan hóp og hafa þegar misst Dwayne Lautier-Ogunleye í meiðsli með fyrir þunnskipaðan hóp og vonast Rúnar Ingi eftir því að Njarðvíkingar geti bætt við sig leikmanni. „Að sjálfsögðu. Það eru einhverjir fjórir, fimm nýjir gæjar að spila í þessari umferð hjá liðum sem eru með mun dýpri róteringu en við. Við erum að skoða. Við erum að leitast eftir ákveðnum leikmanni eða ákveðnum eiginleikum. Við vildum ekki taka áhættur og kannski smá finnst okkur við þurfa aðeins að taka áhættur núna þannig við gætum séð eitthvað „trial““ Bónus-deild karla Haukar UMF Njarðvík
Haukar tóku á móti Njarðvík í Ólafssal á áÁvöllum í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar karla hóf göngu sína. Haukar voru enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni á meðan Njarðvík freistaði þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð. Það var Njarðvík sem hafði betur með nítján stigum, 74-93. Það var Njarðvík sem byrjaði leikinn á því að fá uppkastið dæmt til sín og settu auk þess fyrstu stigin á töfluna eftir rúmlega mínútu leik. Það var þokkalega jafnt með liðunum lengst af en Njarðvík náði góðum lokakafla í leikhlutanum sem skilaði þeim 14-19 forystu eftir fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta af krafti og settu niður góð skot sem kom þeim í fjögurra stiga forskoti strax í upphafi leikhlutans. Njarðvík náði þó áttum fljótlega og tóku öll völd á leiknum eftir því sem leið á. Njarðvík náði fimmtán stiga forystu á kafla með frábæru spili og voru það gestirnir frá Njarðvík sem leiddu í hálfleik með ellefu stigum 38-49. Veigar Páll byrjaði seinni hálfleikinn með því að negla niður þrist fyrir gestina frá Njarðvík og var það ákveðin fyrirboði fyrir það hvað var í vændum í þessum leikhluta. Njarðvíkingar héldu áfram að bæta við forskot sitt á meðan það var lítið að ganga upp hjá liði Hauka. Heimamenn voru oft á tíðum sínir verstu óvinir með furðulegum ákvörðunartökum og gerðu gestunum ekki beint erfitt fyrir. Njarðvíkingar leiddu með tuttugu stigum fyrir síðasta leikhlutann 55-75. Tilfinningin í fjórða leikhluta var svolítið þess eðlis að manni fannst bæði lið svolítið bara bíða eftir að leiknum myndi ljúka. Haukar gerðu aldrei neina alvöru atlögu að því að koma til baka að einhverju viti. Njarðvík fór að lokum með nítján stiga sigur af hólmi 74-93. Atvik leiksins Veigar Páll setur stór skot í öðrum leikhluta og byrjar þriðja með því að sökkva niður þrist. Þegar þessi skot voru að detta á meðan ekkert var að ganga upp á sama tíma hjá Haukum fann maður að Njarðvíkingar væru með leikinn fullkomlega í höndum sér. Stjörnur og skúrkar Mario Matasovic var frábær í liði Njarðvíkinga í dag og skorði 26 stig ásamt því að rífa niður tólf fráköst. Veigar Páll Alexandersson var einnig gríðarlega öflugur og skoraði 22 stig. Steven Verplancken var ljós punktur í liði Hauka í kvöld. Sýndi á tíðum að það er hörku leikmaður þarna sem Haukar geta látið sig hlakka til að sjá meira af. Skoraði 18 stig í frumraun sinni fyrir Hauka. Dómarinn Mér fannst þetta bara vera allt í lagi frammistaða frá dómurum leiksins í kvöld. Eflaust hægt að tína til einhverja dóma hér og þar sem hægt er að mótmæla. Haukar eru sennilega ekkert alltof seldir á þessar tæknivillur sem þeir fengu í leiknum en dómararnir höfðu ekki nein teljandi áhrif á niðurstöðu leiksins í kvöld. Stemingin og umgjörð Skal alveg viðurkenna það að maður hefur oft séð fleiri á vellinum en maður sá í dag. Stemningin á vellinum var svolítið eftir því. Maður heyrði allt inni á vellinum, hvaða kerfi var verið að kalla, hvert var verið að leiðbeina mönnum að fara og þar fram eftir. Að því sögðu þá fullt hrós á þá sem létu sjá sig hérna í kvöld. Maté: „Hittum ekki neitt“ „Mjög vonsvikinn bara.“ Sagði Maté Dalmay þjálfari Hauka svekktur aðspurður um fyrstu viðbrögð við tapi Hauka í kvöld. „Við hittum bara ekki neitt. Við erum 3/25 í þristum í þessum leik og við vitum allir hvernig Milka spilar „pick and roll“ vörn. Við erum að ná að búa til fullt af góðum skotfærum sóknarlega þar sem góðir sóknarmenn eins og Everage, Steven, Hilmir og Steeve eru að taka galopna þriggja stiga. Við getum ekki unnið þegar að við hittum ekki neitt. Mér fannst það draga úr okkur lífsviljan, auðvitað á það ekki að gerast en við erum ekki á betri stað en það að við spilum agalega „soft“ varnarleik þegar að við klikkum þrisvar, fjórum, fimm sinnum í sókn.“ Aðspurður um hvort þetta hafi verið að einhverju leyti skortur á sjálfstrausti í liði Hauka var Maté ekki alveg viss með það. „Ég veit það ekki alveg. Ég hélt að við hefðum núllstillt okkur eitthvað og við erum að fá inn strák sem er frábær skotmaður. Hann er einn af níu í þristum. Fjögur, fimm alveg galopinn svo ég vona að það sé ekki sjálfstraust vandamál, hann er varla mættur en ég veit ekki með hina. Everage er 39 ára gamall og búin að vera topp 10 skorari í þessari deild í einhver sex, sjö ár. Ég ætla rétt að vona að hann sé ekki farinn að efast um sjálfan sig eftir tuttugu ára körfuboltaferil.“ Maté var ekki sammála því að litlu hlutirnir væru farnir að vera erfiðari heldur þvert á móti stóru hlutirnir væru farnir að vera erfiðari. „Nei, mér finnst eiginlega stóru hlutirnir vera erfiðir. Við erum ekki að ná að skora einu sinni þegar við erum að fara tveir á einn. Við náum ekki að skora þrír á tvo. Við teiknum upp eitthvað kerfi og það gengur fullkomlega upp, 45% þriggja stiga skytta er galopinn uppi á topp og setur það ekki ofan í. Það þarf að detta í næsta leik. Við vinnum engann ef við hittum ekkert ofan í.“ Rúnar Ingi: „Virkilega mikilvægt svar“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkinga, var að vonum kátur með úrslitin: „Virkilega mikilvægt svar. Við spiluðum ekki eins og við vildum spila í síðustu umferð fyrir hlé. Það er kannski ekki búið að vera það besta að fara í tveggja vikna hlé með það á bakinu en samt að vissu leyti þá erum við búnir að hafa tíma til þess að menn taki aðeins andlegt frí og slaki aðeins á. Líka tíma til þess að kafa svolítið ofan í það sem við viljum standa fyrir.“ Njarðvíkingar voru fyrsta fórnarlamb ÍR í síðustu umferð og var verkefni kvöldsins að verða heldur ekki fyrsta fórnarlamb Hauka. „Þetta var smá flókin staða að vera í. Við missum Dwayne [Lautier-Ogunleye] út í meiðsli og hann verður frá í langan tíma og þeir að bæta við sig [Steven] Verpracken sem er bara virkilega flottur leikmaður. “ „Þetta var svolítið hættulegur leikur að koma inn í. Með tapi þá erum við bara komnir í leiðindarmál en með sigri þá náum við að setja aftur smá „statement“ og löppina niður og höldum áfram að byggja á þessu. Þetta voru ótrúlega stór tvö stig að mínu mati hér í kvöld.“ Veigar Páll Alexandersson og Mario Matasovic stigu vel upp í liði Njarðvíur í kvöld. „Við viljum spila liðs körfubolta og finna há prósentu skot og finna hvar eru veikleikarnir. Haukarnir gerðu vel að hópast að [Khalil] Shabazz og við vorum að hreyfa boltann vel. Finna Veigar og Mario sem að svöruðu. Ég vill líka fá meira frá Veigari og ég er búin að tala um það við hann og hann þarf að vera með hausinn á réttum stað og hann var svo sannarlega á réttum stað í dag og hann var bara virkilega góður í nánast fjörutíu mínútur í kvöld.“ Njarðvíkingar eru ekki með djúpan hóp og hafa þegar misst Dwayne Lautier-Ogunleye í meiðsli með fyrir þunnskipaðan hóp og vonast Rúnar Ingi eftir því að Njarðvíkingar geti bætt við sig leikmanni. „Að sjálfsögðu. Það eru einhverjir fjórir, fimm nýjir gæjar að spila í þessari umferð hjá liðum sem eru með mun dýpri róteringu en við. Við erum að skoða. Við erum að leitast eftir ákveðnum leikmanni eða ákveðnum eiginleikum. Við vildum ekki taka áhættur og kannski smá finnst okkur við þurfa aðeins að taka áhættur núna þannig við gætum séð eitthvað „trial““
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum