Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar 28. nóvember 2024 16:51 Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Trúin á manninn og frelsisþrá hans er í öndvegi í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Í því felst frelsi einstaklingsins og óbilandi trú á að hægt sé að skapa öllum jöfn tækifæri til að ná langt, óháð uppruna og efnahag. Um leið vill flokkurinn tryggja afkomu og verja velferð allra sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Meðal annarra orða, styðja sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga, þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Gæta þess jafnframt að enginn komist á vonarvöl, hvort heldur sem er vegna sjúkdóma eða fátæktar. Áhersla Sjálfstæðismanna er einmitt að hjálpa þeim sem lenda í hremmingum til sjálfshjálpar, þar sem það er nokkur kostur. Það er bjargföst trú mín, sem og annarra Sjálfræðismanna, að leiðin að betra samfélagi sé sú að skapa jöfn tækifæri fyrir alla. Þannig eigi allir sem sýna frumkvæði og dugnað að fá til þess brautargengi. Með jöfnum tækifærum fyrir alla leysum við mun meiri orku úr læðingi heldur en með jafnri og fyrirhyggjulausri útdeilingu á gæðum úr sameiginlegum sjóðum. Árangurríkasta leiðin til jöfnuðar felst því ekki í að deila út veraldlegum gæðum í blindni, heldur miklu frekar að skapa jafnan grunnvöll til að einstaklingurinn fái notið sín í krafti dugnaðar og elju. Margir „jafnaðarmenn“ telja til að mynda austur úr ríkissjóði leiða af sér hagsæld. Margsannað er að svo er ekki. Það er því einmitt fólk sem lifir í samræmi við grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem eru hinir sönnu „jafnaðamenn“ og sannarlega flytur trúin á mátt og megin einstaklingsins fjöll. Í umræðunni gleymist oft að verðmætasköpun hvílir á fólkinu og vilja þess til verka ásamt fyrirtækjum sem það drífur áfram og rekur. Það þarf því að standa vörð um einstaklinginn. Þess vegna standa grunngildi Sjálfstæðisflokksins fyrir árangursríkari jafnaðarmennsku heldur en jafnaðarmennska vinstrimanna. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar