Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Kæra þjóð, Takk fyrir samveruna og samtölin síðustu vikur. Framtíðin er björt og saman getum við verið aflvaki breytinga. Hjarta mitt er fullt af þakklæti yfir þeim frábæru viðtökum sem við höfum fengið. Réttsælis og rangsælis höfum við þreytt hringinn í kring um landið frá Flateyri til Fáskrúðsfjarðar og aftur til baka. Við skynjum sterkt þreytuna sem þjóðin finnur fyrir. Þreytu á síhækkandi álögum og minnkandi ráðstöfunartekjum, þreytu á ráðaleysi kerfisins gagnvart hrakandi geðheilsu hjá unga fólkinu okkar og þreytu á stjórnmálamönnum sem hvorki þora að taka ákvarðanir né bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Ég hef líka heyrt drauma ykkar um spennandi framtíð. Kosningabaráttan hefur minnt mig enn og aftur á þá fórnfýsi og samkennd sem einkennir harðduglegt fólk um allt land sem mætir verkefnum sínum og áskorunum hvern dag af æðruleysi. Ef við berum þá gæfu að fá hér nýja samhenta ríkisstjórn sem nálgast verkefni sín með sömu fórnfýsi og þið, og sýnir sömu samkennd og íslenska þjóðin, þá eru engin fjöll sem við getum ekki klifið saman. VIð höfnum andúð og sundurlyndi Við höfum verið trú okkar stefnu og málefnum í þessari kosningabaráttu. Við höfum hafnað þeirri leið að tala niður aðra flokka til þess að upphefja okkur. Þeir flokkar sem hafa reynt að setja andúð, misklíð og sundurlyndi á dagskrá hafa uppskorið sífellt minna fylgi. Eftir sjö ára stöðnun fær nú þjóðin loks tækifæri til að breyta um kúrs. Ríkisstjórn sem var stofnuð utan um stöðnun hefur loks þrotið örendið. Á morgun fáið þið tækifæri til þess að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar og kosið að lækka vexti, bæta geðheilsu og að færa landið í frelsisátt. Valið sem við stöndum frammi fyrir er hvort við ætlum að horfa hugrökk og bjartsýn fram á veginn eða hvort hræðsla og einangrun eigi að stýra för á komandi árum. Ísland á skilið ríkisstjórn sem hefur trú á framtíðinni og vill berjast fyrir betra samfélagi fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun