Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson og Friðmey Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 13:40 Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun