Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 29. nóvember 2024 15:12 Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun