Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 29. nóvember 2024 15:12 Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun