Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 29. nóvember 2024 15:12 Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun