Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf mánudaginn 18. nóvember síðastliðinn, en skólahald hefst á ný eftir helgi.
„Jú fagna því ekki allir að verkföllunum sé frestað? Við fáum nemendur inn í skólann á mánudaginn og fögnum því,“ segir Sólveig.
Hún telur að það hafi verið lítið sem ekkert um brottfall nemenda.
„Við gerum nú ráð fyrir því að geta klárað misserið með nokkuð eðlilegum hætti, náum að vinna það námsmat sem við ætluðum að gera í lok misseris,“ segir Sólveig Guðrún, rektor Menntaskólans í Reykjavík.