Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 18:57 Tæplega helmingi kjósenda líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Samfylkingar. Vísir Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira