Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2024 09:30 Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun