Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2024 09:30 Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Tveir þingflokkar skera sig úr þegar kemur að fjarveru þingmanna í atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi. Þegar teknar eru mikilvægustu ákvarðanirnar á vettvangi þess. Þingflokkar Miðflokksins og Viðreisnar. Þannig var fjarvera þingmanna Miðflokksins í atkvæðagreiðslum að meðaltali í 68,7% tilfella og Viðreisnar í rúmlega 51%. Þingmenn annarra flokka hafa að meðaltali mætt í meirihluta atkvæðagreiðslna. Miðflokksmenn hafa vísað til smæðar þingflokks þeirra sem skýringar á dræmri mætingu þingmanna þeirra en lengst af taldi hann einungis tvo þingmenn þar til Jakob Frímann Magnússon yfirgaf Flokk fólksins á dögunum og gekk til liðs við þá. Vafalaust skýrir það eitthvað en vitanlega alls ekki alla þá fjarveru sem um er að ræða. Hins vegar er þingflokkur Viðreisnar talsvert fjölmennari og telur þannig fimm þingmenn. Forysta Viðreisnar hefur einnig borið við fámenni sem stenzt hins vegar enga skoðun. Þingflokkur Pírata með sex þingmenn hefur þannig til dæmis mætt miklu betur. Hvers vegna hefur þingflokkur Viðreisnar, sem allur sækist notabene eftir endurkjöri, ekki getað gert betur? Hvað hefur hann verið að gera mikilvægara í öllum þessum tilfellum en að taka þátt í atkvæðagreiðslum um það hvaða lög eigi að gilda í landinu? Mættu í eitt skipti og alls ekki Formenn Miðflokksins og Viðreisnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skera sig einnig úr þegar kemur að persónulegri mætingu þeirra í atkvæðagreiðslur. Þannig var Sigmundur fjarverandi í öllum þeim 162 atkvæðagreiðslum sem fram hafa farið á yfirstandandi þingi og Þorgerður Katrín í öllum nema einni. Hlutfallslega var Sigmundur þannig fjarverandi í 100% tilfella og Þorgerður í 99,4%. Hægt er að vera annað hvort skráður fjarverandi á Alþingi eða með tilkynnta fjarvist þar sem viðkomandi þingmaður hefur látið skrifstofu þingsins vita af fjarveru sinni. Fjarverandi þýðir hins vegar í raun það sem iðulega er kallað skróp í skólum. Fólk lætur einfaldlega ekki sjá sig. Hvað Sigmund og Þorgerði varðar voru þau fjarverandi í öllum þeim tilfellum sem þau mættu ekki til atkvæðagreiðslu í þingsalnum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom næst af þeim sem sækjast eftir endurkjöri og mætti ekki í 81,5% atkvæðagreiðslna og þá Logi Einarsson, þingmaður flokksins, með 80,3%. Í flestum tilfellum voru þau með tilkynnta fjarvist en mættu engu að síður ekki. Þá komu Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, með 79,6% fjarveru og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, með 79%. Þingmenn mæti í vinnuna sína Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn þingmaður Flokks fólksins hafa mætt í allar atkvæðagreiðslur á þinginu af þeim sem sækjast eftir endurkjöri, þau Diljá Mist Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson. Tólf aðrir í þeim hópi eru með yfir 90% mætingu. Þar af fjórir frá Sjálfstæðisflokknum, fjórir frá Framsóknarflokknum, tveir frá Vinstri-grænum og einn frá Pírötum og Samfylkingunni. Vitanlega geta ýmsar ástæður verið fyrir því að þingmenn taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum. Til að mynda hafa þeir sitthvað annað að gera í störfum sínum þó færa megi gild rök fyrir því sem áður segir að atkvæðagreiðslur í þingsal feli allajafna í sér mikilvægustu ákvarðanir þess. Þá getur verið um persónulegar ástæður að ræða. Hins vegar hefur fjarvera ýmissra þingmanna verið slík að það verður illa skýrt með þeim hætti. Væntanlega getum við verið sammála um það, óháð því hvernig við munum nýta atkvæðisrétt okkar í þingkosningunum í dag, að við séum að kjósa fólk á þing til þess að sinna störfum sínum af kostgæfni fyrir okkar hönd. Það hlýtur að teljast sem einhvers konar lágmarkskrafa að þingmenn mæti í vinnuna í stað þess að hreinlega skrópa margítrekað. Hvort slíkt kalli á endurráðningu er í höndum kjósenda. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun