„Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 10:42 Kristrún Frostadóttir var að vonum glöð þegar hún ræddi við fréttastofu í morgun. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það er mjög skýrt ákall um breytingar, niðurstöðurnar sýna það svart á hvítu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttstofu rétt í þessu. Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Spurt var hvort það kæmi til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðað við svör Kristrúnar virtist það ekki vera fyrsti valkostur. „Mér líður bara ótrúlega vel. Þetta eru náttúrulega stórkostlegar niðurstöður fyrir okkur,“ sagði Kristrún um það hvernig hún hefði það eftir hálfsvefnlausa nótt. Samfylkingin hefði unnið lengi að því að efla fylgið og meðal annars ferðast út um allt land og hlustað á fólk. „Það er auðvitað bara stórkostlegt að sjá þetta.“ Kristrún var spurð að því hvort hún ætti von á því að heyra frá forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur í dag, eða hvort hún hefði ef til vill heyrt í henni nú þegar. „Við munum nú bara sjá hvernig dagurinn þróast,“ sagði hún. Það hlyti auðvitað að hafa einhver áhrif að flokkurinn hefði margfaldað þingmannafjöldann og væri orðinn stærstur á landsvísu. Hins vegar þyrfti líka að sjá hvernig tölur þróuðust inn í daginn og samtöl sömuleiðis. Eru menn byrjaðir að tala saman? „Við erum auðvitað búin að hittast í beinum útsendingum,“ svaraði Kristrún en sagði engar formlegar þreifingar hafa átt sér stað. Hvað varðaði samstarf til vinstri eða hægri sagði hún, líkt og fyrr segir, niðurstöðurnar skýrt ákall um breytingar og að Samfylkingin vildi gjarnan standa undir því.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira