Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 11:52 Útlit er fyrir að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækki um tvo eftir kosningarnar. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira