Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2024 11:00 Einn af öðrum týnast þeir til listamennirnir sem greina frá því að þeir hafi ekkert fengið og þurfi nú að snúa sér að öðru. Dagur Hjartarson og Jónas Reynir, báðir vel metnir höfundar, greina frá því að þeir hafi fengið 0 krónur úr launasjóði rithöfunda. vísir/vilhelm/Elín Inga Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. Það að fjölmiðlar fái ekki svigrúm til að greina frá því hverjir verði fyrir valinu þýðir að á samfélagsmiðlum tínast þeir listamenn til einn af öðrum og greina vinum sínum frá því að þeir hafi verið „í náðinni“ eins og rithöfundurinn Halldór Armand, sem ekki hlaut starfslaun að þessu sinni, orðar það. Mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli. Þeir Dagur Hjartarson og Jónas Reynir, vel metnir rithöfundar báðir tveir og margverðlaunaðir, eru meðal þeirra sem hafa tilkynnt að þeir hafi ekki hlotið náð fyrir augum nefndarinnar. Dagur var að tilkynna þetta nú fyrir nokkrum mínútum. „Síðustu sjö árin hef ég fengið listamannalaun, í níu og sex mánuði á ári. Þetta hefur gert mér kleift að sinna skrifum samhliða því að ala upp tvö lítil börn og borga af húsnæðisláni. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Í gær fékk ég hins vegar höfnun frá sjóðnum,“ segir Dagur. Hann greinir jafnframt frá því að hann hafi talið umsókn sína bæði vandaða og sterka. „Henni fylgdi ítarleg greinargerð og tvö fylgiskjöl, sýnishorn upp á samtals 68 blaðsíður. Síðasta skáldsaga mín fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ég hef alltaf staðið skil á mínu. En hér verð ég að játa mig sigraðan: Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar, hvernig það er hugsað. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast skáldsins er bent á skáldsöguna Sporðdreka, sem var tíunda bók höfundar.“ Jónas Reynir er annar höfundur sem auglýsir eftir vinnu. „Þá er komin niðurstaða frá sjóði listamannalauna og lenti ég í því óláni að fara úr 9 mánuðum niður í 0. Ég auglýsi því hér eftir vinnu.“ Jónas segir að honum sé ýmislegt til lista lagt: „Ég hef mikla reynslu af skrifum, hef reyndar helgað mig þeim algjörlega síðan ég varð stór, og skrifað skáldsögur, ljóðabækur, leikrit, sjónvarpsþátta- og kvikmyndahandrit, unnið í skrifteymum að vinnslu stórra verkefna og ritstýrt handritum. Þið vitið af mér, bransafólk - skrif, kannski þýðingar, það væri gaman.“ Hvorki Jónas Reynir né Dagur hafa neinar haldbærar skýringar á því hvers vegna þeim var hafnað að þessu sinni. Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fyrsti karlinn í fjölskyldunni sem hefur ekki átt mótorhjól Ein er sú bók í jólabókaflóðinu sem áhugafólk um bókmenntir ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. 19. desember 2020 08:00 Einlægnin er aldrei einföld Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. 20. október 2021 13:47 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Það að fjölmiðlar fái ekki svigrúm til að greina frá því hverjir verði fyrir valinu þýðir að á samfélagsmiðlum tínast þeir listamenn til einn af öðrum og greina vinum sínum frá því að þeir hafi verið „í náðinni“ eins og rithöfundurinn Halldór Armand, sem ekki hlaut starfslaun að þessu sinni, orðar það. Mikla athygli vakti þegar Elísabet Jökulsdóttir greindi frá því að hún hafi í fyrsta skipti í tuttugu ár ekki hlotið starfslaun, en þessi starfslaun skipta listamenn öllu máli. Þeir Dagur Hjartarson og Jónas Reynir, vel metnir rithöfundar báðir tveir og margverðlaunaðir, eru meðal þeirra sem hafa tilkynnt að þeir hafi ekki hlotið náð fyrir augum nefndarinnar. Dagur var að tilkynna þetta nú fyrir nokkrum mínútum. „Síðustu sjö árin hef ég fengið listamannalaun, í níu og sex mánuði á ári. Þetta hefur gert mér kleift að sinna skrifum samhliða því að ala upp tvö lítil börn og borga af húsnæðisláni. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Í gær fékk ég hins vegar höfnun frá sjóðnum,“ segir Dagur. Hann greinir jafnframt frá því að hann hafi talið umsókn sína bæði vandaða og sterka. „Henni fylgdi ítarleg greinargerð og tvö fylgiskjöl, sýnishorn upp á samtals 68 blaðsíður. Síðasta skáldsaga mín fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ég hef alltaf staðið skil á mínu. En hér verð ég að játa mig sigraðan: Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar, hvernig það er hugsað. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast skáldsins er bent á skáldsöguna Sporðdreka, sem var tíunda bók höfundar.“ Jónas Reynir er annar höfundur sem auglýsir eftir vinnu. „Þá er komin niðurstaða frá sjóði listamannalauna og lenti ég í því óláni að fara úr 9 mánuðum niður í 0. Ég auglýsi því hér eftir vinnu.“ Jónas segir að honum sé ýmislegt til lista lagt: „Ég hef mikla reynslu af skrifum, hef reyndar helgað mig þeim algjörlega síðan ég varð stór, og skrifað skáldsögur, ljóðabækur, leikrit, sjónvarpsþátta- og kvikmyndahandrit, unnið í skrifteymum að vinnslu stórra verkefna og ritstýrt handritum. Þið vitið af mér, bransafólk - skrif, kannski þýðingar, það væri gaman.“ Hvorki Jónas Reynir né Dagur hafa neinar haldbærar skýringar á því hvers vegna þeim var hafnað að þessu sinni.
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Fyrsti karlinn í fjölskyldunni sem hefur ekki átt mótorhjól Ein er sú bók í jólabókaflóðinu sem áhugafólk um bókmenntir ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. 19. desember 2020 08:00 Einlægnin er aldrei einföld Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. 20. október 2021 13:47 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Fyrsti karlinn í fjölskyldunni sem hefur ekki átt mótorhjól Ein er sú bók í jólabókaflóðinu sem áhugafólk um bókmenntir ætti alls ekki að láta fram hjá sér fara: Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. 19. desember 2020 08:00
Einlægnin er aldrei einföld Dagur Hjartarson skáld og rithöfundur er að senda frá sér nýja vísindaskáldsögu sem heitir Ljósagangur. Hún er aðeins gefin út í 69 eintökum og það sem ekki selst í kvöld verður brennt á báli. 20. október 2021 13:47