Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 06:31 Sondra og Trent Williams með son sinn sem fæddist andvana. Trent spilar með San Francisco 49ers sem hefur átt mjög erfitt ár. Getty/Cliff Welch/Twitter Eiginkona sóknarlínumannsins Trent Williams greindi frá því í gær að hún hafi fætt andvana barn. Tveir leikmenn NFL liðsins San Francisco 49ers hafa þar með misst barn á síðustu mánuðum. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024 NFL Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir San Francisco 49ers, lítið sem ekkert gengið inn á vellinum og margir leikmenn liðsins hafa meiðst illa. Ofan á það eru tveir leikmenn að glíma við mikla sorg eftir að hafa misst barn. Sondra Williams, eiginkona Trent, sagði frá því á samfélagmiðlum að hún hafi eignast soninn Trenton Jr. 24. nóvember síðastliðinn en að hann hafi fæðst andvana. Missti einnig tvíburabróðurinn Hún var komin 35 vikur á leið en hún hafði einnig misst tvíburabróðir Trenton Jr. fyrr á meðgöngunni. „Ég þakka guði fyrir að við gátum tengst í þessar 35 vikur sem og að ég fæddi þig og fékk að halda á þér í örmum mínum. Mér líður betur vitandi að þú þjáðist ekki,“ skrifaði Sondra Williams. Kyle Shanahan, þjálfari San Francisco 49ers, sagði að Trent Williams hafi eytt mestum hlusta af síðustu viku í það syrgja son sinn. Hann hefur líka misst af síðustu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla. Allir standa með honum „Þetta er eitthvað sem gerðist í síðustu viku. Hann var á sjúkrahísinu með henni og fékk að hitta hann og kveðja. Hann hefur þurft að glíma við þetta allt saman en við viljum allir styðja hann og standa með honum á þessum erfiðu tímum,“ sagði Shanahan. Fyrr í vetur hafði varnarmaðurinn Charvarius Ward sagt frá því að hann missti eins árs gamla dóttur sína, Amani Joy. Hún fæddist með hjartavandamál. Ward missti í kjölfarið af þremur leikjum liðsins. Erfitt fyrir alla Leikurinn á móti Buffalo Bills um helgina var fyrsti leikur Ward eftir að hafa gengið í gegnum þetta. „Þetta er erfitt fyrir þjálfara. Þetta er erfitt sem vinur og sem fjölskyldumeðlimur. Þetta er erfitt fyrir alla. Við eyðum miklum tíma saman og það er það góða við það að vera hluti af fótboltaliði. Í hverju sem þú lendir, góðu eða slæmu, þá förum við í gegn um það saman,“ sagði Shanahan. Tragic: Prayers up to Trent Williams, his Wife Sondra and the entire family for the loss of their New Born Son Trenton Williams Jr. 🙏❤️My deepest condolences to you @TrentW71. Trent’s wife, Sondra Williams, shared on Instagram “My heart is broken, and my arms are empty.” pic.twitter.com/Z8MKbf5QVZ— 49ers & NFL News 24/7 (@49ersSportsTalk) December 2, 2024
NFL Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Sjá meira