„Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2024 08:01 Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir þingkosningarnar sendi Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fyrirspurn á flokkana þar sem spurt var nokkurra spurninga varðandi afstöðu þeirra til Evrópumálanna. Þar á meðal hvort þeir myndu á næsta kjörtímabili styðja það að tekin yrðu skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið. Til að mynda með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sózt yrði á ný eftir því að ganga í sambandið. Flokkur fólksins svaraði spurningunni mjög afdráttarlaust og fólst svar hans þannig einungis í einu orði: „Nei“. Þetta voru skilaboð hans til kjósenda fyrir kosningarnar. Rétt er að rifja þetta upp í ljósi þess að Flokkur fólksins á nú í stjórnarmyndunarviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna sem báðir eru hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið þó þeir hafi alls enga áherzlu langt á málið í kosningabaráttunni. Flokkur fólksins var einnig spurður að því hvort hann myndi á næsta kjörtímabili styðja samþykkt frumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna. Svar flokksins var að sama skapi afgerandi: „Nei“. Hið sama átti við um það hvort hann væri hlynntur því að Ísland gengi í sambandið. „Ég þóttist bara ekki vera það“ Talsvert annað hljóð virtist vera í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, í kosningauppgjöri Spursmála á Hilton Reykjavík Nordica daginn eftir kjördag sem fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni. Aðspurð um Evrópumálin sagði hún: „Þetta er náttúrlega bara samningsatriði eins og hvað annað. En það er eins og ég hef alltaf sagt, að það á ekki að taka svona risaákvarðanir nema þjóðin fái að greiða um það atkvæði.“ Hins vegar breytti það engu um afstöðu hennar til inngöngu í Evrópusambandið. Hún væri andvíg inngöngu í sambandið. „En við þurfum að taka samtalið.“ Var Inga þá spurð hvort hún væri öll að mýkjast upp í þessum efnum og svaraði hún: „Ég hef alltaf verið svona mjúk, ég þóttist bara ekki vera það.“ Þóttist Flokkur fólksins þá einnig vera andvígur skrefum í átt að inngöngu í Evrópusambandið og bókun 35? Verði niðurstaða viðræðna Flokks fólksins við Viðreisn og Samfylkinguna sú að haldið verði þjóðaratkvæði í þessum efnum er ljóst að ekki verður um málamiðlun að ræða enda beinlínis um að ræða stefnu hinna flokkanna. Inga sagðist treysta þjóðinni í Spursmálum en kjósendur Flokks fólksins treysta því væntanlega að flokkurinn standi við það sem lýst var yfir í hans nafni áður en þeir greiddu honum atkvæði sitt. Minnir á framgöngu VG 2009 Málið minnir þannig á framgöngu Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Evrópumálunum í kringum þingkosningarnar 2009 þegar hann aftók með öllu í aðdraganda þeirra að til þess gæti komið að flokkurinn stæði að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið. Tveimur vikum eftir kosningarnar hafði VG hins vegar samþykkt að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Hvað Viðreisn og Samfylkinguna varðar liggur fyrir að fylgisaukning flokkanna var ekki sízt afleiðing þess að flokkarnir lögðu áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið til hliðar. Þannig hófst fylgisaukning Samfylkingarinnar fyrir rúmum tveimur árum þegar Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, tók þá ákvörðun og fylgi Viðreisnar fyrir fáeinum vikum þegar forystumenn hans nánast hættu að ræða um málið. Fyrir kosningarnar sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð að forsenda þess að hægt væri að setja málið á dagskrá væri að taka fyrst á efnahagsmálunum. Þá sagði Kristrún, þegar áherzlan á Evrópusambandið var lögð til hliðar í Samfylkingunni, að hún vildi horfa til mála sem sameinuðu og sundruðu ekki. Evrópusambandið væri mál sem sundraði. Þurfum við á slíku að halda? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun