Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 13:02 Sjálfstæðisfmennirnir Njáll Trausti og Jens Garðar voru oftast strikaðir út af kjósendum í Norðausturkjördæmi, ásamt Loga Einarssyni, oddvita Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var sá frambjóðandi í kjördæminu sem oftast var strikað yfir í nýafstöðnum kosningum. Næstur var oddviti Samfylkingarinnar en þar á eftir kom maðurinn í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins hugnaðist ekki 23 kjósendum flokksins. Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, var strikaður út af kjósendum flokks síns 86 sinnum, og oftast allra frambjóðenda. Er það samkvæmt tölum sem Vísir fékk sendar frá yfirkjörstjórn kjördæmisins. Tölurnar ná aðeins til flokka sem náðu manni inn á þing í kjördæminu. Logi Einarsson var strikaður út 76 sinnum.Vísir/Vilhelm Næstur á eftir honum er Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, með 76 yfirstrikanir. Njáll Trausti Friðbertsson, sem Jens Garðar felldi í oddvitaslag í aðdraganda kosninga, er í þriðja sæti með 67 yfirstrikanir. Nokkrir vildu Miðflokkinn en ekki Sigmund Aðrir frambjóðendur eru með heldur færri útstrikanir en næstu menn. Þannig eru Katrín Sif Árnadóttir, öðru sæti hjá Flokki fólksins, og Þorgrímur Sigmundsson, öðru sæti hjá Miðflokki, með 27 útstrikanir hvort. Næstir koma Þórarinn Ingi Pétursson, öðru sæti hjá Framsókn, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og oddviti flokksins í kjördæminu, með 23 útstrikanir. Framsóknarflokkurinn: Ingibjörg Ólöf Isaksen - 8 Þórarinn Ingi Pétursson - 23 Jónína Brynjólfsdóttir - 3 Skúli Bragi Geirdal - 2 Viðreisn: Ingvar Þóroddsson - 5 Heiða Ingimarsdóttir - 1 Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Jens Garðar Helgason - 86 Njáll Trausti Friðbertsson - 67 Berglind Harpa Svavarsdóttir - 12 Jón Þór Kristjánsson - 2 Flokkur fólksins: Sigurjón Þórðarson - 18 Katrín Sif Árnadóttir - 27 Sigurður H. Ingimarsson - 2 Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - 23 Þorgrímur Sigmundsson - 27 Ágústa Ágústsdóttir - 15 Inga Dís Sigurðardóttir - 1 Samfylkingin: Logi Einarsson - 76 Eydís Ásbjörnsdóttir - 2 Sæunn Gísladóttir - 0 Sindri S. Kristjánsson - 3 Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Halla Hrund og Karl Gauti oftust strikuð út í Suðurkjördæmi Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. 5. desember 2024 11:11 Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, var strikaður út af kjósendum flokks síns 86 sinnum, og oftast allra frambjóðenda. Er það samkvæmt tölum sem Vísir fékk sendar frá yfirkjörstjórn kjördæmisins. Tölurnar ná aðeins til flokka sem náðu manni inn á þing í kjördæminu. Logi Einarsson var strikaður út 76 sinnum.Vísir/Vilhelm Næstur á eftir honum er Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, með 76 yfirstrikanir. Njáll Trausti Friðbertsson, sem Jens Garðar felldi í oddvitaslag í aðdraganda kosninga, er í þriðja sæti með 67 yfirstrikanir. Nokkrir vildu Miðflokkinn en ekki Sigmund Aðrir frambjóðendur eru með heldur færri útstrikanir en næstu menn. Þannig eru Katrín Sif Árnadóttir, öðru sæti hjá Flokki fólksins, og Þorgrímur Sigmundsson, öðru sæti hjá Miðflokki, með 27 útstrikanir hvort. Næstir koma Þórarinn Ingi Pétursson, öðru sæti hjá Framsókn, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og oddviti flokksins í kjördæminu, með 23 útstrikanir. Framsóknarflokkurinn: Ingibjörg Ólöf Isaksen - 8 Þórarinn Ingi Pétursson - 23 Jónína Brynjólfsdóttir - 3 Skúli Bragi Geirdal - 2 Viðreisn: Ingvar Þóroddsson - 5 Heiða Ingimarsdóttir - 1 Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Jens Garðar Helgason - 86 Njáll Trausti Friðbertsson - 67 Berglind Harpa Svavarsdóttir - 12 Jón Þór Kristjánsson - 2 Flokkur fólksins: Sigurjón Þórðarson - 18 Katrín Sif Árnadóttir - 27 Sigurður H. Ingimarsson - 2 Miðflokkurinn: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - 23 Þorgrímur Sigmundsson - 27 Ágústa Ágústsdóttir - 15 Inga Dís Sigurðardóttir - 1 Samfylkingin: Logi Einarsson - 76 Eydís Ásbjörnsdóttir - 2 Sæunn Gísladóttir - 0 Sindri S. Kristjánsson - 3
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Halla Hrund og Karl Gauti oftust strikuð út í Suðurkjördæmi Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. 5. desember 2024 11:11 Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
Halla Hrund og Karl Gauti oftust strikuð út í Suðurkjördæmi Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. 5. desember 2024 11:11
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17