„Við erum málamiðlunarflokkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2024 12:28 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður Flokks fólksins segir fundi með Viðreisn og Samfylkingunni ganga vel. Hann segir ófrávíkjanlega kröfu flokksins að stefna að því að útrýma fátækt á Íslandi. Flokkurinn sé þó málamiðlunarflokkur. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hófu fund sinn í morgun klukkan 9:30 á Alþingi. Formennirnir funduðu í gær og sögðu virkilega vel hafa gengið. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að fulltrúar úr stjórnsýslunni og fjármálaráðuneytinu yrðu gestir á fundum dagsins. Guðmundur Ingi sagðist ekki vera með nýjustu tíðindi af fundi dagisns en hann vissi að það gengi mjög vel. „Ég held að góðir hlutir gerist hægt.“ Inga Sæland og Flokkur fólksins töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn yrði forgangsmál að allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengu 450 þúsund krónur á mánuði skatta- og skerðingalaust. „Flokkur fólksins mun afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna og hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna í 100.000 kr. á mánuði. Öryrkjum tryggjum við tækifæri til að vinna í tvö ár án tekjuskerðinga og án þess að örorka þeirra verði endurmetin,“ sagði Inga í aðsendri grein í Morgunblaðinu um miðjan nóvember. Það væri að sögn Ingu einfalt að fjármagna með hækkun bankaskatts, hækkun auðlindagjalda á stórútgerðina og með afnámi undanþágu staðgreiðsluskyldu lífeyrissjóðanna. Fátækt á Íslandi til háborinnar skammar Guðmundur Ingi var spurður á Alþingi í morgun hvort krafan um 450 þúsund krónurnar væri ófrávíkjanleg. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu að stefna að því að stefna að því að útrýma fátækt. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með fáækt fólk. Sérstaklega fjölskyldur með börn. Það er okkar aðalstefnumál númer eitt, tvö og þrjú. Við munum auðvitað leggja áherslu á það.“ Koma verði í ljós hvort flokkurinn sé tilbúin að hnika upphæðinni til í málamiðlun flokka. „Það verður bara að koma í ljós. Það eru ýmis önnur mál sem geta vegið á móti. Við verðum að draga úr skerðingum í þessu kerfi og breyta þessu kerfi. Við erum búin að byggja upp refsikerfi sem á að vera hjálparkerfi. Því miður er það refsikerfi með skerðingum og keðjuverkandi skerðingum úti um allt kerfi sem er að valda fólki miklu tjóni.“ Flokkurinn hefur lagt til gjörbreytingar á lífeyrissjóðakerfinu með aukinni skattheimtu á innborganir. Forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins hafa lýst hugmyndunum sem aðför að kjörum alls vinnandi fólks. Guðmundur Ingi var spurður að því hve fast Flokkur fólksins stæði varðandi þessa hugmynd sína. „Þetta verður allt að koma í ljós. Þetta er allt á umræðustigi. Þannig verður það þangað til við komum einhverju á blað. Það verður vonandi hægt og rólega og gert vel.“ Hann er sannfærður um að fleiri mál sameini flokkana en sundri. „Ég er búinn að vera í stjórnarandstöðu með þessum tveimur flokkum í sjö ár og það hefur gengið mjög vel. Líka í Norðurlandaráði. Ég sé ekki margar hindranir en við þurfum að yfirstíga þær. Ég er bjartsýnn og ég heyri ákall úr samfélaginu. Fólk vill að við náum þessu.“ Aðspurður hvort Flokkur fólksins sé flokkur málamiðlunar segir Guðmundur Ingi: „Við erum málamiðlunarflokkur. Við þekkjum það í pólitík.“ Fylgjast má með gangi mála við stjórnarmyndun í vaktinni á Vísi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira