„Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. desember 2024 08:35 Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður, Kristín Pétursdóttir, flugfreyja hjá Icelandair og leikkona, sem á von á dreng með kærasta sínum Þorvari Bjarma Harðarsyni handboltadómara. Kristín og Þorvar hafa verið saman í um tvö ár en opinberuðu samband sitt sumarið 2023. Fyrir á Kristín einn dreng, Storm sem er sex ára. Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Kristín Pétursdóttir. Aldur? 32 ára. Starf? Flugfreyja hjá Icelandair og leikkona. Fjölskylduhagir? Í sambúð og bráðum tveggja drengja móðir. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Ákveðin, hugmyndarík og góðhjörtuð. Hvað er á döfinni? Skreyta heimilið og njóta aðventunnar með góðu fólki, en ég er algjör jólastelpa og elska allt tengt jólunum. Þín mesta gæfa í lífinu? Heilsan og að fæðast inní svona brjálæðislega skemmtilega fjölskyldu, við eyðum miklum tíma saman og það er alltaf mikið stuð og læti í kringum okkur. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Sko ég veit ekki hvað ég ætla að gera á morgun en ég verð allavega orðin 42 ára, vonandi þroskaðari og gáfaðari og búin að koma mér vel fyrir í fallegri eign með strákunum mínum og vinna við það sem ég elska. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að leika á stóra sviðinu. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var lengi með fallhlífarstökk, en græjaði það árið 2016 í Ástralíu svo ég læt það gott heita í bili af áhættuatriðum, en mig langar að mennta mig meira og búa í útlöndum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Amma mín heitin sagði alltaf að það væri ekkert gaman af hlutunum nema þeir væru erfiðir og þyrfti að hafa fyrir þeim, sem ég skildi ekki almennilega fyrr en á fullorðinsárum. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða móðir. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer uppí bústað og tjilla í pottinum, drekk og borða eitthvað gott, spila við arininn fram á nótt, legg mig svo yfir daginn í sveitaloftinu eftir langan göngutúr - geggjað wholesome. Annars er gott skíða eða sólarfrí allra meina bót! Uppskrift að drauma sunnudegi? Fá að sofa út, kíkja eitthvert í næs bröns, fara í Sundhöllina og enda kvöldið á bíómynd og nammiskál, dream. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Verð að segja rúmið mitt, við skiptum nýlega yfir í stærra og mýkra rúm og ég eyði meiri tíma þar en ég vil viðurkenna. Fallegasti staður á landinu? Skjaldfannardalur í Djúpinu, sveitin hjá ömmu og afa. En í heiminum? Landið okkar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Pissa og bursta. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tek rúnt á samfélagsmiðlum, frekar sökkaður ósiður. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég tek vítamín og fer í sund og göngutúra, thats about it. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona eða læknir, ákvað svo að ég gæti bara leikið lækni. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður. Ertu A eða B týpa? Mikill næturbröltari og hef alltaf verið, verð skúffuð ef kærastinn minn vill fara uppí rúm fyrir miðnætti og neyðir mig með sér, vinnan mín krefst þess þó að ég vakni oft á ókristilegum tíma þannig ég flakka á milli. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, barnadönsku eftir að hafa alist þar upp fyrstu fimm ár ævinnar, þarfnast þjálfunar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekki svo ég viti - en ég hef aldrei brotið bein er það ekki eitthvað? (7,9,13) Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Geta ferðast aftur í tímann og tekið alls konar vandræðalegt til baka, og auðvitað upplifa allskonar skemmtilegar períódur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Hahaha ég æli,“ viðbrögð við jólanjálgspósti í skólanum hans Storms. Draumabíllinn þinn? Ég er ekki mikil bíladellukona en við erum að skoða bílakaup fyrir stækkandi fjölskyldu þessa dagana og gæti vel hugsað mér að eignast Volvo jeppa. Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Fyrsti kossinn? Man það eiginlega ekki. Óttastu eitthvað? Ég er með mikla innilokunarkennd sem getur brotist fram við ótrúlegustu tilefni, í aftursæti Yaris móður minnar um daginn þegar barnalæsingin var á hurðinni og við systkinin höfðum troðið okkur þangað þrjú. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er að taka Breaking bad í þriðja sinn, ég á eitthvað erfitt með skuldbindinguna að byrja á nýjum þáttum og horfi oft aftur á gamalt og gott - BB verður til dæmis bara betra. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Er með Jólabylgjuna í botni í bílnum þessa dagana, öskursöng síðast í gær með „Þú komst með jólin til mín,” og komst í ferlega góðan gír. Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Kristín og Þorvar hafa verið saman í um tvö ár en opinberuðu samband sitt sumarið 2023. Fyrir á Kristín einn dreng, Storm sem er sex ára. Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Kristín Pétursdóttir. Aldur? 32 ára. Starf? Flugfreyja hjá Icelandair og leikkona. Fjölskylduhagir? Í sambúð og bráðum tveggja drengja móðir. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Ákveðin, hugmyndarík og góðhjörtuð. Hvað er á döfinni? Skreyta heimilið og njóta aðventunnar með góðu fólki, en ég er algjör jólastelpa og elska allt tengt jólunum. Þín mesta gæfa í lífinu? Heilsan og að fæðast inní svona brjálæðislega skemmtilega fjölskyldu, við eyðum miklum tíma saman og það er alltaf mikið stuð og læti í kringum okkur. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Sko ég veit ekki hvað ég ætla að gera á morgun en ég verð allavega orðin 42 ára, vonandi þroskaðari og gáfaðari og búin að koma mér vel fyrir í fallegri eign með strákunum mínum og vinna við það sem ég elska. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að leika á stóra sviðinu. Ertu með einhvern bucket-lista? Ég var lengi með fallhlífarstökk, en græjaði það árið 2016 í Ástralíu svo ég læt það gott heita í bili af áhættuatriðum, en mig langar að mennta mig meira og búa í útlöndum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Amma mín heitin sagði alltaf að það væri ekkert gaman af hlutunum nema þeir væru erfiðir og þyrfti að hafa fyrir þeim, sem ég skildi ekki almennilega fyrr en á fullorðinsárum. Hvað hefur mótað þig mest? Að verða móðir. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Fer uppí bústað og tjilla í pottinum, drekk og borða eitthvað gott, spila við arininn fram á nótt, legg mig svo yfir daginn í sveitaloftinu eftir langan göngutúr - geggjað wholesome. Annars er gott skíða eða sólarfrí allra meina bót! Uppskrift að drauma sunnudegi? Fá að sofa út, kíkja eitthvert í næs bröns, fara í Sundhöllina og enda kvöldið á bíómynd og nammiskál, dream. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Verð að segja rúmið mitt, við skiptum nýlega yfir í stærra og mýkra rúm og ég eyði meiri tíma þar en ég vil viðurkenna. Fallegasti staður á landinu? Skjaldfannardalur í Djúpinu, sveitin hjá ömmu og afa. En í heiminum? Landið okkar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Pissa og bursta. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tek rúnt á samfélagsmiðlum, frekar sökkaður ósiður. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég tek vítamín og fer í sund og göngutúra, thats about it. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona eða læknir, ákvað svo að ég gæti bara leikið lækni. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég komst í mikið tilfinningalegt uppnám þegar við komumst að kyni barnsins okkar, því ég hélt svo innilega að það væri stelpa, sem breyttust fljótt í gleðitár yfir litlum bróður. Ertu A eða B týpa? Mikill næturbröltari og hef alltaf verið, verð skúffuð ef kærastinn minn vill fara uppí rúm fyrir miðnætti og neyðir mig með sér, vinnan mín krefst þess þó að ég vakni oft á ókristilegum tíma þannig ég flakka á milli. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, barnadönsku eftir að hafa alist þar upp fyrstu fimm ár ævinnar, þarfnast þjálfunar. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekki svo ég viti - en ég hef aldrei brotið bein er það ekki eitthvað? (7,9,13) Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Geta ferðast aftur í tímann og tekið alls konar vandræðalegt til baka, og auðvitað upplifa allskonar skemmtilegar períódur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Hahaha ég æli,“ viðbrögð við jólanjálgspósti í skólanum hans Storms. Draumabíllinn þinn? Ég er ekki mikil bíladellukona en við erum að skoða bílakaup fyrir stækkandi fjölskyldu þessa dagana og gæti vel hugsað mér að eignast Volvo jeppa. Hælar eða strigaskór? Strigaskór. Fyrsti kossinn? Man það eiginlega ekki. Óttastu eitthvað? Ég er með mikla innilokunarkennd sem getur brotist fram við ótrúlegustu tilefni, í aftursæti Yaris móður minnar um daginn þegar barnalæsingin var á hurðinni og við systkinin höfðum troðið okkur þangað þrjú. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er að taka Breaking bad í þriðja sinn, ég á eitthvað erfitt með skuldbindinguna að byrja á nýjum þáttum og horfi oft aftur á gamalt og gott - BB verður til dæmis bara betra. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Er með Jólabylgjuna í botni í bílnum þessa dagana, öskursöng síðast í gær með „Þú komst með jólin til mín,” og komst í ferlega góðan gír.
Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“