Emil: Stundum þarf breytingar Árni Jóhannsson skrifar 5. desember 2024 21:14 Emil Barja á hliðarlínunni ásamt einum af dómurum leiksins. Vísir/Diego Emil Barja er í afleysingavinnu hjá meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og það hefur haft góð áhrif á liðið sem vann Val í hörkuleik í 9. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hann var mjög ánægður með sína menn en mun ekki vera í umræðunni um að taka starfið að sér. Leikurinn var mjög skrýtinn til að vera hreinskilinn. Kaflaskiptur með eindæmum og Emil var spurður að því hvað hafi skilað Haukum langþráðum sigri. „Við vorum bara „clutch“ í lokin. Það er það sem skiptir mestu máli. Þeir áttu tvo stóra spretti í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks og við náðum bara að svara þeim báðum.“ Haukar hafa verið daprir í vetur, óheppnir og andlausir á köflu og því þarf að spyrja hvað hafi verið í gangi í kvöld hjá þeim. „Stundum þarf bara einhverja smá breytingu. Ekki það að Maté hafi ekki gert vel með þetta lið. Hann gerði bara eins vel og hægt var. Stundum þarf bara að láta þjálfara fara og þá átta leikmenn sig á því að það er þeim að kenna að hann missti vinnuna. Það var dálítið þannig í kvöld. Þeir vildu sýna að þeir eru betri en taflan segir.“ Hvernig var fyrir Emil að koma inn í klefann í þessu ástandi sem Haukar hafa verið í og hvað þarf að gera til að halda þessu áfram? „Það eru allir tilbúnir að gera betur og stíga aðeins upp. Ég hef fulla trú á því að þetta lið bjargi sér frá falli. Það þarf svo bara að halda áfram þessum leik. Það er margt sem má bæta, Taiwo skorar 36 stig og það sem við lögðum upp með fyrir hann var ekki að ganga. Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og stemmningu og þá koma sigurleikirnir.“ Emil var spurður að því hvort hann vissi hver staðan væri á þjálfaraleitinni hjá Haukum og hvort hann kæmi til greina í starfið. „Það er bara verið að leita og finna einhvern flottan til að taka við þessu. Ég var spurður en ég ætla að einbeita mér að kvennaliðinu í vetur. Ég verð með liðið líklega til áramóta og þá verður vonandi búið að finna einhvern til að taka við þessu.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sjá meira
Leikurinn var mjög skrýtinn til að vera hreinskilinn. Kaflaskiptur með eindæmum og Emil var spurður að því hvað hafi skilað Haukum langþráðum sigri. „Við vorum bara „clutch“ í lokin. Það er það sem skiptir mestu máli. Þeir áttu tvo stóra spretti í upphafi leiks og upphafi seinni hálfleiks og við náðum bara að svara þeim báðum.“ Haukar hafa verið daprir í vetur, óheppnir og andlausir á köflu og því þarf að spyrja hvað hafi verið í gangi í kvöld hjá þeim. „Stundum þarf bara einhverja smá breytingu. Ekki það að Maté hafi ekki gert vel með þetta lið. Hann gerði bara eins vel og hægt var. Stundum þarf bara að láta þjálfara fara og þá átta leikmenn sig á því að það er þeim að kenna að hann missti vinnuna. Það var dálítið þannig í kvöld. Þeir vildu sýna að þeir eru betri en taflan segir.“ Hvernig var fyrir Emil að koma inn í klefann í þessu ástandi sem Haukar hafa verið í og hvað þarf að gera til að halda þessu áfram? „Það eru allir tilbúnir að gera betur og stíga aðeins upp. Ég hef fulla trú á því að þetta lið bjargi sér frá falli. Það þarf svo bara að halda áfram þessum leik. Það er margt sem má bæta, Taiwo skorar 36 stig og það sem við lögðum upp með fyrir hann var ekki að ganga. Við þurfum að halda áfram þessari baráttu og stemmningu og þá koma sigurleikirnir.“ Emil var spurður að því hvort hann vissi hver staðan væri á þjálfaraleitinni hjá Haukum og hvort hann kæmi til greina í starfið. „Það er bara verið að leita og finna einhvern flottan til að taka við þessu. Ég var spurður en ég ætla að einbeita mér að kvennaliðinu í vetur. Ég verð með liðið líklega til áramóta og þá verður vonandi búið að finna einhvern til að taka við þessu.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur er staðreynd Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. 5. desember 2024 18:31