„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 5. desember 2024 22:04 Rúnar Ingi Erlingsson tók við karlaliði Njarðvíkur fyrir tímabilið. vísir/diego Njarðvík vann gríðarlega sterkan og góðan 94-87 heimasigur gegn Grindavík í kvöld þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í níundu umferð Bónus deild karla í kvöld. Þjálfari liðsins var sáttur í leikslok. „Ég er búin að vera horfa á körfubolta frá því ég var þriggja ára gamall og ég veit ekki hversu oft Grindavík hefur verið að koma með svona fjórða leikhluta endurkomu. Ég sé bara fyrir mér Pál Axel, Gulla Eyjólfs og einhverjar kempur vera að raða niður þristum þegar kemur að fjórða leikhluta. Við vissum að það kæmi og ekki gott að missa Shabazz útaf en bara ekkert smá stoltur af mínum mönnum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það hefur verið nefnt áður að andlega hliðin og „hausinn“ hafi átt það til að vera til vandræða í liði Njarðvíkur og má því segja að stórt skref hafi verið tekið með sigrinum í kvöld. „Ég er búin að punda svolítið á tvo leikmenn hérna eftir ÍR leikinn þar sem að þeir misstu bara trú á sínum hæfileikum í seinni hálfleik, það eru Mario Matasovic og Veigar Páll. Þeir eiga hérna stærstu körfuna, þeir stigu upp þegar á þurfti og ég er bara ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Rúnar Ingi. „Munurinn er hvort að við ætlum að vera beygðir og brotnir útaf því að þeir eru að fá trú á þessu eða hvort að við ætlum að svara þessu og trúa því að við ætlum að sækja tvö stig á heimavelli og við gerðum það.“ Grindavík náði að minnka muninn niður í eitt stig undir lok leiks og voru með boltann í sínum höndum. Rúnar Ingi viðurkennir að það hafi farið um sig þá. „Já, ég væri að ljúga af þér annars. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég er alveg rennandi sveittur og þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og ekkert smá gaman að sjá svona marga í nýja húsinu okkar, finna orkuna og stemninguna. Við spiluðum frábæran varnarleik á löngum köflum í dag og við náðum að treysta á það hérna í lokin með góðu stoppi og svöruðum með góðu skoti af endalínunni. Það var nóg til að sækja sigur og fráköstuðum við líka undir lokin.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu hæðina á Njarðvík þá voru það heimamenn sem tóku frákastabaráttuna. „Við erum með eitt besta frákastalið í deildinni og höfum verið það. Ég var brjálaður með svona litla brauðmola í fyrri hálfleiknum því við vorum að spila frábæra vörn. Vorum að gefa sjö stig eftir sóknarfráköst í stað þess að klára varnarstöðuna. Ég er með alvöru turna inni í teig og svo er frákast frá Isiah [Coddon] þar sem hann er kominn upp á fjórðu hæð og þetta var bara virkilega góð liðs frammistaða.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
„Ég er búin að vera horfa á körfubolta frá því ég var þriggja ára gamall og ég veit ekki hversu oft Grindavík hefur verið að koma með svona fjórða leikhluta endurkomu. Ég sé bara fyrir mér Pál Axel, Gulla Eyjólfs og einhverjar kempur vera að raða niður þristum þegar kemur að fjórða leikhluta. Við vissum að það kæmi og ekki gott að missa Shabazz útaf en bara ekkert smá stoltur af mínum mönnum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það hefur verið nefnt áður að andlega hliðin og „hausinn“ hafi átt það til að vera til vandræða í liði Njarðvíkur og má því segja að stórt skref hafi verið tekið með sigrinum í kvöld. „Ég er búin að punda svolítið á tvo leikmenn hérna eftir ÍR leikinn þar sem að þeir misstu bara trú á sínum hæfileikum í seinni hálfleik, það eru Mario Matasovic og Veigar Páll. Þeir eiga hérna stærstu körfuna, þeir stigu upp þegar á þurfti og ég er bara ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Rúnar Ingi. „Munurinn er hvort að við ætlum að vera beygðir og brotnir útaf því að þeir eru að fá trú á þessu eða hvort að við ætlum að svara þessu og trúa því að við ætlum að sækja tvö stig á heimavelli og við gerðum það.“ Grindavík náði að minnka muninn niður í eitt stig undir lok leiks og voru með boltann í sínum höndum. Rúnar Ingi viðurkennir að það hafi farið um sig þá. „Já, ég væri að ljúga af þér annars. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég er alveg rennandi sveittur og þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og ekkert smá gaman að sjá svona marga í nýja húsinu okkar, finna orkuna og stemninguna. Við spiluðum frábæran varnarleik á löngum köflum í dag og við náðum að treysta á það hérna í lokin með góðu stoppi og svöruðum með góðu skoti af endalínunni. Það var nóg til að sækja sigur og fráköstuðum við líka undir lokin.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu hæðina á Njarðvík þá voru það heimamenn sem tóku frákastabaráttuna. „Við erum með eitt besta frákastalið í deildinni og höfum verið það. Ég var brjálaður með svona litla brauðmola í fyrri hálfleiknum því við vorum að spila frábæra vörn. Vorum að gefa sjö stig eftir sóknarfráköst í stað þess að klára varnarstöðuna. Ég er með alvöru turna inni í teig og svo er frákast frá Isiah [Coddon] þar sem hann er kominn upp á fjórðu hæð og þetta var bara virkilega góð liðs frammistaða.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum