Jón Nordal er látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 06:37 Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar. Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður. Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður.
Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira