Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar 11. desember 2024 09:00 Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Andrés Pétursson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar