Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar 11. desember 2024 09:00 Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Andrés Pétursson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Sjá meira
Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994.
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar