Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar 13. desember 2024 12:00 Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“. Þar koma fram góðar hugmyndir um hvernig apótek geta bætt þjónustu sína þegar kemur að lyfjafræðilegri ráðgjöf, opnunartíma og lyfjaumsjá gagnvart viðskiptavinum sínum. Í ágætri skýrslu er meðal annars farið yfir fyrirkomulag nágrannaríkja en einnig eytt góðum hluta skýrslunnar í að tala upp stétt lyfjafræðinga, enda mikilvæg stétt, ekki síst í landi sem á ýmis vafasöm höfðatölumet í lyfjanotkun. Þegar skýrslan er lesin er hún framan af framsýn og er að finna í henni ágætar tillögur til að efla fagmennsku innan apóteka og hleypa krafti í starf lyfjafræðinga. Þegar hún er á hinn bóginn lesin til enda, kárnar gamanið og opnast inn í bergmálshelli sem höfundar virðast hafa dvalið í of lengi og er jafnvel orðinn súrefnislítill. Skyndilega virðist hópurinn vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar, til fyrirkomulags, þar sem ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Fyrirkomulagi sem var með réttu afnumið með grein í lyfjalögum þar sem kveðið var á um að þeir sem ávísa lyfjum, læknar, tannlæknar og dýralæknar, skyldu hætta mestallri aðkomu að lyfsölu. Ástæðan er, augljóslega, hagsmunaárekstur. 108. grein lyfjalaga er mikilvæg grein fyrir hagsmuni sjúklinga og traust almennings á heilbrigðiskerfinu en þar segir meðal annars: „Starfandi læknar, tannlæknar og dýralæknar mega ekki vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem rekið er á grundvelli lyfjaframleiðsluleyfis, leyfis til heildsöludreifingar lyfja, leyfis til miðlunar lyfja eða lyfsöluleyfis að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra.“ Það má nefna að í siðareglum lækna er gengið enn lengra í því hvernig skuli forðast slíka hagsmunaárekstra. Lyfsalar virðast hafa, í bergmálshelli sínum, fengið vitrun eða sýn, um hof þar sem sjúklingar geta komið og lyfjafræðingar geti „metið, ráðlagt og eftir atvikum, ávísað lyfjum fyrir einfaldari sjúkdóma og minniháttar heilsufarsvandamál“ en þar sem einungis eru seld lyf og væri þá hægt að sitja báðum megin borðs, setja greiningu og selja meðferð. Þeir eru semsagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir. Að öllu gamni slepptu, fullyrði ég, að mörg okkar sem störfum á heilsugæslu missum hökuna í gólfið við lestur svokallaðs „þriðja áfanga“ í skýrslunni. Þar sem er ekki einungis tekið skref aftur á bak þegar kemur að hagsmunaárekstrum, sjúklingum til ama, heldur er einnig gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þarf til að greina og meðhöndla sjúkdóma. Ef til vill ættu þessar hugmyndir ekki að koma á óvart þegar drjúgur hluti höfunda skýrslunnar eru viðskiptafólk á einkamarkaði lyfsölu, verra er að sjá í þeim hópi lyfjafræðing starfandi á ÞÍH og forstjóra Lyfjastofnunar. Fyrstu hlutar skýrslunnar lofuðu þrátt fyrir þetta góðu en lokahnykkurinn og svokallaður „þriðji áfangi“ er ákveðinn svartur blettur á henni. Skýrsluna má tæplega kalla „hvítbók“, og er í margra augum „grábók“. Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild. Höfundur er heimilislæknir.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun