Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 14:14 Arion banki og Alvotech hafa tekið hvetningu Einars til greinar. Benedikt Gíslason, til vinstri, er bankastjóri Arion banka og Róbert Wessman er forstjóri Alvotech. vísir Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Alvotech tilkynnti í morgun um áform um að stofna þrjá leikskóla til þess að létta undir með starfsmönnum félagsins. Áður hafði Arion banki tilkynnt um opnun daggæslu fyrir börn starfsmanna í höfuðstöðvum bankans. Einar segir í færslu á Facebook að á Viðskiptaþingi í vor hafi hann hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið. „Fyrirtæki eiga enda mikla hagsmuni undir að fá starfsfólk til baka úr fæðingarorlofi á réttum tíma.“ Fleiri verkefni í pípunum Einar segir að upp úr því hafi sprottið samtal við Alvotech. Undanfarna mánuði hafi þau hjá borginni átt gott samstal við Alvotech og fleiri atvinnurekendur um stofnun leikskóla eða daggæsluúrræða, líkt og það sem Arion banki setti á fót á dögunum. Munu starfa eftir menntastefnu borgarinnar Þá segir hann að aðalatriðið sé að leikskólinn sé metnaðarfullur og að gæði í skólastarfi verði tryggð. Starfað verði eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar. Enn standi yfir samningaviðræður um hvernig svona leikskóli verður útfærður en þær séu í góðum farvegi. „Allt gengur þetta út á að fjölga leiðum til að brúa bilið og veita börnum og barnafjölskyldum öryggi, þjónustu og góða menntun.“ Uppfært: Einar hefur bætt við færslu sína á Facebook. Þar kemur nú fram að gert sé ráð fyrir því skilyrði að bæði börn starfsmanna fyrirtækjanna og önnur börn úr Reykjavík eigi kost á leikskólaplássi í skólunum.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Borgarfulltrúi minnihlutans vill að Reykjavíkurborg útbúi skýrar leiðbeiningar fyrir þá vinnustaði sem vilja fara sömu leið og Arion banki og bjóða upp á daggæslu á vinnustað. Eðlilegt væri að borgin tryggi mótframlag í verkefnið. 15. nóvember 2024 20:00