Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:09 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með Þórsurum. vísir Nikolas Tomsick var stigahæsti maður vallarins er Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur gegn Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira