Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2024 12:07 Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur. Vísir/Ívar Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjurnar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun á stjórnarsáttmála eftir helgi. Formennirnir þrír funda saman um helgina um niðurstöður vinnuhópa sem myndaðir voru í vikunni. Góður taktur hefur verið í viðræðum flokkanna og telur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að fátt geti komið í veg fyrir myndun ríkisstjórnar þessara flokka. „Það er mikill ágreiningur á milli þessara flokka um mjög mörg mál. Sérstaklega milli Viðreisnar og Flokks fólksins. Hins vegar blasir líka við að þarna eru forystumenn sem hafa verið staðráðnir í að ná niðurstöðu og leysa úr þeim ágreiningi. Þeim virðist, að því er fréttir herma, að þeim hafi einfaldlega bara tekist það,“ segir Eiríkur. Aðrir flokkar séu búnir að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. „Ég held að stjórnmálalífið standi einfaldlega frammi fyrir því að það eru þrír formenn með meirihluta á þingi sem eru búnir að ákveða að mynda ríkisstjórn. Það er bara staðreynd málsins,“ segir Eiríkur. Áhugi almennings liggur að miklu leyti í hvaða flokkur fær hvaða ráðuneyti. Flokkarnir hafa tilkynnt að ráðuneytum verði fækkað en þau eru tólf í dag. Augljósast sé að Kristrún verði forsætisráðherra. „Hins vegar, ef maður skoðar þessa stjórnmálamenn, þá kann að vera klókara að Þorgerður Katrín verði forsætisráðherra, einfaldlega vegna hennar reynslu og hvernig hún fer fram í sinni pólitík. Hún er öflugur leiðtogi. Á meðan málefnalega er styrkur Kristrúnar Frostadóttur meiri á sviði fjármálaráðuneytisins. Þess vegna gæti þetta verið klókt. Þorgerður forsætisráðherra, Kristrún fjármálaráðherra og það yrði búið til stórt velferðarráðuneyti fyrir Ingu Sæland,“ segir Eiríkur.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira