„Almættið ákvað að skrá mig í mömmuklúbbinn,“ segir Vala Kristín í færslu sinni og birtir af sér mynd með og segir eitt rosalega óvænt á leiðinni.

Vala Kristín og Hilmir Snær hafa verið saman frá því í fyrra. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra var skrifuð í júní í fyrra. Þá kom fram að þau hefðu verið að stinga saman nefjum í nokkra mánuði og að ítrekað hefði sést til þeirra saman.
Vala Kristín hefur undanfarið gert það gott í Þjóðleikhúsinu í hlutverki Önnu í leiksýningunni Frost sem byggt er á samnefndri kvikmynd. Síðustu sýningar á verkinu eru í janúar.
Hilmir Snær er einn þekktasti leikari samtímans og hefur síðustu misseri bæði leikið og leikstýrt ýmsum verkum í Borgarleikhúsinu. Hann leikstýrir sem dæmi verkinu Óskaland og leikur í Köttur á heitu blikkþaki og Fjallabaki.