Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 15:31 Bjarni mun funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða valmöguleika sína. vísir/bjarni Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um ellefu þúsund metra vöruhús sem var reist við Álfabakka 2 í Breiðholti. Útsýnið sem blasir nú við um stofuglugga íbúa í byggingu Búseta getur seint talist eftirsóknarvert, nefnilega grænn skemmuveggur hinum megin götunnar. Borgarstjóri lét þau ummæli falla á dögunum að borgin myndi hefja samtal við uppbyggingaraðila um að lækka húsið en slíka málamiðlun þarf að mati Búseta að skoða nánar. „Það er með ólíkindum að hús sem er af þessari stærð og umfangi skuli hafa ratað inn á þetta svæði. Maður hefði haldið að borgin sem stjórnvald myndi passa upp á að svona vitleysa gæti ekki gerst,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta. Þungaumferð í viðkvæmu hverfi Hann segist munu funda með lögmanni félagsins á morgun og skoða þá valmöguleika sem standa félaginu til boða. Útsýnið út um stofugluggann sé aðeins hluti vandans. „Það sem er ekki síður slæmt er að eðli starfseminnar sem þarna á að rísa er þannig að það verður þungaumferð, trukkatraffík á öllum tímum sólarhringsins. Við erum að fá þau skilaboð að þarna eigi að vera kjötvinnsla og þungaumferð flutningabíla sem munu þurfa að keyra úr kjötvinnslunni vörur í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kallar á mikla umferð um viðkvæmt hverfi, þarna er Félag eldri borgara með tvö hús, þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara, ÍR með mikla æskulýðsstarfsemi. Það er mjög óheppilegt að trukkatraffíkin skuli þurfa að fara í gegnum þetta hverfi,“ segir hann. Enginn átti von á þessu Bjarni segir að félagið hafi verið meðvitað um að atvinnuhúsnæði myndi rísa á þessari lóð en að enginn hefði getað séð umfangið fyrir. Þar að auki segir hann að deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir kjötiðnaði, sem hluti vöruhússins er helgaður. „Þarna var gert ráð fyrir vörum og þjónustu, skrifstofum og þess háttar. En við erum ekki að sjá heimild fyrir kjötiðnaði,“ segir hann. „Þó að búseti hafi vitað að þarna yrði atvinnustarfsemi gat hann ekki áttað sig á að þarna yrði svona umfangsmikil starfsemi. Þetta er eitthvað sem enginn átti von á og ekki einu sinni sjálfur borgarstjórinn,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búsetu húsnæðissamvinnufélags.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11 Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14. desember 2024 17:11
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13. desember 2024 14:46