Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. desember 2024 19:51 Nemendur hlusta á kennara sinn í Muhammad bin al-Qasim Al-Thaqafi-skólanum í Damaskus. Getty Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við. Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við.
Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12