Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 11:44 Íslendingar veltu fyrir sér Tyrkjaráninu, vöxtum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og fyrirbærinu starfsstjórn á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Vísindavefurinn hefur tekið saman þau svör á vefnum sem voru mest lesin árið 2024. Fólk var mikið að pæla í eldgosum, vöxtum og starfsstjórn. Þá vekur athygli hve margir lásu um börn íslenskra kvenna og Tyrkjaránsmanna. Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku. Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Vísindavefur Háskóla Íslands geymir stórt safn svara fræðimanna um alls konar málefni og bætast ný svör við í hverri viku. Þegar listinn yfir vinsælustu svörin er skoðaður sést að umbrotin á Reykjanesskaga voru enn ofarlega í huga fólks - þó ekki jafn ofarlega og þau voru í huga fólks í fyrra þegar meirihluti vinsælustu svaranna tengdist þeim. Óvæntasta svarið á topplistanum fjallar um það hvort Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum. Það helst þó í hendur við þá þróun að áhugi lesenda vefsins á 16. og 17. öldinni virðist farinn að aukast á kostnað landnámsaldar og birtist í lestri á svörum um Tyrkjaránið, galdrafárið og Stóradóm. Samkvæmt ritstjórn vefsins voru þessi fimm svör mest lesin á árinu: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? eftir Magnús Tuma Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson Hvað er starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana? eftir Hafstein Þór Hauksson Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust? eftir Pál Einarsson Hvor verður fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum, sá sem tekur verðtryggt lán eða sá sem tekur óverðtryggt? eftir Gylfa Magnússon Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum? eftir Má Jónsson Fasismi, popúlismi og forseti Íslands Þá segja umsjónarmenn vefsins að stjórnmálafræði sé senuþjófur ársins og að svör um kosningar og stjórnmál hafi sjaldan eða aldrei verið meira lesin á Vísindavefnum. Það er ekki skrítið í ljósi þess hve margar kosningar voru haldnar árinu, forsetakosningar hérlendis og í Bandaríkjunum í sumar og svo Alþingiskosningar í lok nóvember. Mest lesnu svörin um stjórnmálafræði fjölluðu flest um almenn stjórnmálafræðihugtök, lýðræði, fasisma og popúlisma, en einnig hafði fólk mikinn áhuga á forsetaembættinu. Hér má sjá þau sjö sem voru mest lesin: Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson Hvað er fasismi? eftir Hrafnkel Tjörva Stefánsson Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? eftir Huldu Þórisdóttur Hvað er popúlismi? eftir Stefaníu Óskarsdóttur Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu? eftir Björn Reyni Halldórsson Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann? eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? eftir Þorkel Helgason Íslendingar þyrstir í upplýsingar Umferð um Vísindavefinn var sambærileg síðustu tveimur árum að sögn ritstjórnar vefsins. „Árlegar heimsóknir á árinu 2024 voru um tvær og hálf milljón og flettingar rúmar þrjár milljónir. Að meðaltali heimsækja um sjö þúsund manns Vísindavefinn daglega og fletta þar tæplega níu þúsund síðum,“ segir í umfjöllun vefsins. Þar segir að gera megi ráð fyrir að þrettán prósent þjóðarinnar heimsæki vefinn í hverri viku.
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira