Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segir að þetta nauðsynlegt í ljósi þess að "ný víglína hafi nú opnast,“ eftir að íslamistar náðu völdum í Sýrlandi.
Gólan-hæðirnar, sem áður tilheyrðuSýrlandi, voru herteknar af Ísraelum í sex daga stríðinu svokallaða árið 1967 og teljast byggðir Ísraela á svæðinu vera ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Um leið og Assad Sýrlandsforseta var steypt af stóli tóku ísraelskir hermenn yfir svokallað einskismansland sem hafði verið á vopnahléslínunni á milli Ísraels og Sýrlands um árabil og á sama tíma var gefið út að allt samkomulag um vopnahlé væru úr sögunni í ljósi breytinganna.
Í dag eru um þrjátíu landtökubyggðir í Gólan þar sem um tuttugu þúsund manns búa, í samneyti við um 20 þúsund Sýrlendinga sem flestir eru Drúsar, og flúðu ekki þegar Ísraealar tóku svæðið.