Uppsagnarbréf á jóladag það eina sem hélt vatni fyrir dómi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 19:11 Matreiðslumaður á rétt til rúmlega 1,4 milljóna króna vegna vangreiddra launa á uppsagnarfresti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag atvinnurekanda til að greiða fyrrum launþega sínum, matreiðslumanni, 1,4 milljónir króna vegna vangoldinna launa og orlofs. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að matreiðslumaðurinn hafi hafið störf á veitingahúsi hjá hinum stefnda í desember 2022. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur. Tæpu ári síðar, þann 30. nóvember 2023, hafi hann vegna mikilla anna verið kallaður til vinnu þrátt fyrir að vera ekki skráður á vakt. Að þeirri vakt lokinni hafi matreiðslumaðurinn rætt við yfirmann sinn vegna þess að hann hafi ekki fengið launaseðil. Yfirmaðurinn hafi þá sagt honum að til þess gæti komið að hinn stefndi þyrfti að segja matreiðslumanninum upp störfum. Tæpum mánuði síðar, á jóladag, hafi matreiðslumaðurinn fengið uppsagnarbréf í tölvupósti. Bréfið hafi verið dagsett þann 30. nóvember, daginn sem matreiðslumanninum hefði verið tjáð að hann gæti átt von á uppsögn. Síðar hafi maðurinn fengið bréfið með bréfapósti á heimili sitt. Tveimur dögum eftir að hann hafi fengið uppsagnarbréfið í tölvupósti hafi hann mætt á skipulagða vakt enda tilbúinn að vinna upp kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Hann hafi aftur á móti verið sendur heim af vaktinni og honum tjáð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Þaðan í frá hafi hann ekki fengið greidd laun. Of mikið í símanum Matreiðslumaðurinn höfðaði mál fyrir dómi eftir að hafa með bréfi skorað á stefnda að greiða þau laun sem upp á vantaði og fengið höfnun. Stefnukrafan var byggð á því að matreiðslumaðurinn hafi ekki fengið greidd laun á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, til loka febrúar 2024. Fyrir dómi bar atvinnurekandinn fyrir sig að eftir vaktina sem matreiðslumaðurinn tók þann 30. nóvember hafi honum verið tjáð að óánægja væri um frammistöðu hans. Til að mynda eyddi hann of miklum tíma í símanum á vinnutíma. Því þyrfti að segja honum upp. Stefndi sagði fyrirsvarsmann sinn hafa rétt honum uppsagnarbréf í umræddu samtali. Matreiðslumaðurinn hafi neitað að skrifa undir uppsagnarbréfið, tekið það og strunsað burt. Í desember hafi hann verið reglulega minntur á að hann þyrfti að skrifa undir bréfið. Kom grátandi inn í eldhús en ekkert bréf í augnsýn Við aðalmeðferð málsins sagðist vitni, starfsmaður veitingastaðarins, aftur á móti ekki hafa orðið var við að matreiðslumaðurinn héldi á bréfi umrætt kvöld. Hann hafi komið grátandi inn í eldhús og tjáð starfsmönnum að atvinnurekendurnir hafi „reynt að reka“ sig. Í dóminum segir að með vitnisburðinum sé ekki komin fram full sönnun um að manninum hafi verið sagt skriflega upp störfum umrætt sinn. Skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember styðji enn fremur málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið skriflega sagt upp tveimur dögum fyrr. Að mati dómsins hafi hinn stefndi því ekki sýnt fram á að manninum hafi verið skriflega sagt upp störfum þann 30. nóvember 2023. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðist uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar. Stefnanda hafi verið afhent uppsagnarbréfið á jóladag, 25. desember 2023, og geti uppsagnarfrestur því í fyrsta lagi byrjað að líða um mánaðamótin desember 2023 og janúar 2024. Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024, en samkvæmt kjarasamningi miðaðist uppsagnarfrestur við tvo mánuði. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi atvinnurekandann til að greiða matreiðslumanninum rúmlega 1,4 milljónir vegna vangreiddra launa og orlofs ásamt dráttarvöxtum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms kemur fram að matreiðslumaðurinn hafi hafið störf á veitingahúsi hjá hinum stefnda í desember 2022. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur. Tæpu ári síðar, þann 30. nóvember 2023, hafi hann vegna mikilla anna verið kallaður til vinnu þrátt fyrir að vera ekki skráður á vakt. Að þeirri vakt lokinni hafi matreiðslumaðurinn rætt við yfirmann sinn vegna þess að hann hafi ekki fengið launaseðil. Yfirmaðurinn hafi þá sagt honum að til þess gæti komið að hinn stefndi þyrfti að segja matreiðslumanninum upp störfum. Tæpum mánuði síðar, á jóladag, hafi matreiðslumaðurinn fengið uppsagnarbréf í tölvupósti. Bréfið hafi verið dagsett þann 30. nóvember, daginn sem matreiðslumanninum hefði verið tjáð að hann gæti átt von á uppsögn. Síðar hafi maðurinn fengið bréfið með bréfapósti á heimili sitt. Tveimur dögum eftir að hann hafi fengið uppsagnarbréfið í tölvupósti hafi hann mætt á skipulagða vakt enda tilbúinn að vinna upp kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Hann hafi aftur á móti verið sendur heim af vaktinni og honum tjáð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Þaðan í frá hafi hann ekki fengið greidd laun. Of mikið í símanum Matreiðslumaðurinn höfðaði mál fyrir dómi eftir að hafa með bréfi skorað á stefnda að greiða þau laun sem upp á vantaði og fengið höfnun. Stefnukrafan var byggð á því að matreiðslumaðurinn hafi ekki fengið greidd laun á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, til loka febrúar 2024. Fyrir dómi bar atvinnurekandinn fyrir sig að eftir vaktina sem matreiðslumaðurinn tók þann 30. nóvember hafi honum verið tjáð að óánægja væri um frammistöðu hans. Til að mynda eyddi hann of miklum tíma í símanum á vinnutíma. Því þyrfti að segja honum upp. Stefndi sagði fyrirsvarsmann sinn hafa rétt honum uppsagnarbréf í umræddu samtali. Matreiðslumaðurinn hafi neitað að skrifa undir uppsagnarbréfið, tekið það og strunsað burt. Í desember hafi hann verið reglulega minntur á að hann þyrfti að skrifa undir bréfið. Kom grátandi inn í eldhús en ekkert bréf í augnsýn Við aðalmeðferð málsins sagðist vitni, starfsmaður veitingastaðarins, aftur á móti ekki hafa orðið var við að matreiðslumaðurinn héldi á bréfi umrætt kvöld. Hann hafi komið grátandi inn í eldhús og tjáð starfsmönnum að atvinnurekendurnir hafi „reynt að reka“ sig. Í dóminum segir að með vitnisburðinum sé ekki komin fram full sönnun um að manninum hafi verið sagt skriflega upp störfum umrætt sinn. Skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember styðji enn fremur málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið skriflega sagt upp tveimur dögum fyrr. Að mati dómsins hafi hinn stefndi því ekki sýnt fram á að manninum hafi verið skriflega sagt upp störfum þann 30. nóvember 2023. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðist uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar. Stefnanda hafi verið afhent uppsagnarbréfið á jóladag, 25. desember 2023, og geti uppsagnarfrestur því í fyrsta lagi byrjað að líða um mánaðamótin desember 2023 og janúar 2024. Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024, en samkvæmt kjarasamningi miðaðist uppsagnarfrestur við tvo mánuði. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi atvinnurekandann til að greiða matreiðslumanninum rúmlega 1,4 milljónir vegna vangreiddra launa og orlofs ásamt dráttarvöxtum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira