Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Rafn Ágúst Ragnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 16. desember 2024 19:16 Faraldur RS-veiru hefur verið sérstaklega þungur þetta árið. Vísir Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir ástandið vera svipað og síðustu vikurnar og að alltaf sé talsverður hópur af börnum sem liggja inni. Börnin sé yfirleitt lögð inn í nokkra daga og útskrifast svo heim til sín. „Þannig er nú samt jafnan að þá fyllast plássin jafnóðum af næstu bylgju af börnum,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir Valtýr að enn sé ekki farið að dragast úr innlögnum og að ekki sjái fyrir enda faraldursins. Árlegur faraldur RS-veiru toppi oftast í kringum áramótin þó það sveiflist til á milli ára. Hvernig verða jólin og áramótin hjá ykkur? „Bara eins og alltaf. Við erum tilbúin að taka á móti þessum krökkum þegar þess þarf, Það skiptir ekki máli hvort það eru jól eða áramót eða einhver annar tími,“ segir Valtýr. Vísir fjallaði um helgina um byltingarkennt mótefni við RS-veirunni sem gæti verið veitt íslenskum börnum til að koma í veg fyrir næsta faraldur. Valtýr segist fagna áhuga sóttvarnaryfirvalda á því en að það standi Íslendingum líklega ekki til boða fyrr en næsta vetur. „Ég veit að það var gerð könnun á því hjá framleiðendunum hvort mögulega væri hægt að fá einhverja skammta af þessu efni en eftirspurnin er langt umfram framleiðslugetuna hjá þeim þannig að það gekk ekki. Ég veit að það er áhugi fyrir þessu hjá sóttvarnaryfirvöldum að skoða þetta vel og við fögnum því,“ segir hann. „Ég hugsa að þetta verði aldrei fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur, fyrir næsta faraldur. En ég veit það ekki, það ereitthvað sem sóttvarnaryfirvöld verða að svara fyrir,“ segir Valtýr. Hann ráðleggur áhyggjufullum foreldrum að fylgjast vel með börnum sínum og að hætti þau að nærast almennilega og glími við hósta og öndunarerfiðleika sé tími kominn á að láta skoða barnið á spítala.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Tengdar fréttir Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Íslensk börn gætu fengi byltingarkennt mótefni við RS-veirunni fyrir næsta árlega faraldur. Faraldurinn leggst óvenju þungt á börn þetta árið. Yfirlæknir segir stöðuna á barnaspítalanum erfiða. 14. desember 2024 18:46