Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 10:37 Palestínumenn á flótta undan átökum á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira