Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2024 19:23 Gleðin leyndi sér ekki þegar ábreiðuband fjögurra stráka og einnar stelpu, sem öll elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. vísir/elísabet Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga. Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár. Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02