„Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2024 09:32 Álftanes leikur gegn Hetti í deildinni annað kvöld. Justin James ætti að vera klár í einhverjar mínútur. Nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta hefur spilað yfir sjötíu leiki í NBA-deildinni. Hann var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019. Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður Justin James sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. „Við förum á leikmannamarkaðinn og könnum hvernig viðrar þar og sjáum í hvaða átt vindurinn blæs. Upp úr því öllu saman kemur þessi hugmynd að kanna hvort þetta væri möguleiki með Justin James,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Traust og tengsl sem létu málin ganga upp „Þetta snýst svolítið mikið um traust og einhver tengsl. Umboðsmaður Justins er sá sami og er með Eric Ayala sem lék undir stjórn Hjalta Vilhjálmssonar hjá Keflavík. Þetta kemur í rauninni þaðan að það var traust á milli. Þarna var leikmaður sem var búinn að vera svolítið frá vegna meiðsla. Það er liðið eitt og hálft ár síðan hann spilaði leik og hann þurfti að komast eitthvert þar sem það væri traust á milli og okkar hlutverk verður að koma honum svolítið af stað. Það verða okkar skyldur gagnvart honum á meðan verða það hans skyldur að koma og falla inn í liðið og falla inn í leikstílinn sem við viljum spila.“ Kjartan segir að Justin James hafi tekið fyrstu æfinguna með Álftnesingum á mánudaginn. „Það er stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta. Hann til að mynda lendir á mánudagsmorgninum. Það verður smá töf á fluginu og það seinkast allt. Það var síðan slæm færð og hann var því kominn seint á dvalarstað sinn. Svo vaknar hann, keyrður á æfingu og borðar eitthvað smá rétt fyrir æfingu. Hann var bara mjög flottur á æfingunni eins og við var að búast. En eftir ferðalag þá fórum við líka frekar varlega með hann. Við eigum síðan bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum