„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. desember 2024 11:51 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sakar Bjarna Benediktsson um fráleita stjórnsýslu. Vísir/Arnar Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira