Sjötugur en kláraði sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 08:32 Mike Rogers segir að allir vinir hans og allir í fjölskyldunni segi hann vera klikkaðan að reyna þetta. KCBD11 Mike Rogers er 71 árs gamall maður frá Texas fylki í Bandaríkjunum en hann er enginn meðalmaður. Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira