Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 15:33 Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hefur ekki áður verið kært til lögreglu vegna rannsóknar þar. Vísir/EPA Rannsóknasiðanefnd Danmerkur hefur kært ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og lækni vegna rannsóknar á ungum drengjum. Upp komst um ágalla á rannsókninni þegar þurfti að skrá hana í nýtt samevrópskt kerfi. Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim. Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Rannsóknin, sem var gerð á barnaskurðstofu ríkissjúkrahússins, fólst í tilraunum með hvort að nýtt lyf gæti aukið framtíðarfrjósemi ungra drengja sem hefðu gengist undir skurðaðgerð vegna eistna sem hafa ekki gengið niður. Fimmtán börn yngri en tveggja ára tóku þátt í rannsókninni sem hófst í maí 2022, að sögn danska ríkisútvarpsins. Danska lyfjastofnunin stöðvaði rannsóknina eftir að hún taldi 28 brot á reglum hafa átt sér stað. Börnum hefði þannig verið gefin saltvatnslausn sem lyfleysa sem var framleidd án tilskilinna leyfa og tilraunalyf sem var útrunnið. Malene Fischer, rannsóknastjóri ríkissjúkrahússins, segir að börnin í rannsókninni hafi fengið nefsprey sem innihélt ýmist tilraunalyfið eða saltvatnslausn. Foreldrar áttu að gefa börnum sínum spreyið á hverjum degi í nokkrar vikur. Engum meint af Yfirlæknir sem starfaði við ríkissjúkrahúsið stýrði rannsókninni. Rannsóknasiðanefndin segir að hann starfi ekki þar lengur. Hann var einnig kærður til lögreglu. Nefndin segir að einu sinni áður hafi aðstandendur rannsóknar verið kærðir til lögreglu. Það var árið 2020 en nefndin gefur ekki upp út á hvað hún gekk. Fischer segist ekki kunnugt um að sjúkrahúsið hafi áður verið kært vegna heilbrigðisrannsóknar. Sjúkrahúsið taki málið alvarlega og hafi beðið börnin og foreldrana sem tóku þátt í rannsókninni afsökunar. Engu að síður benda gögn sjúkrahússins ekki til þess að nokkru barnanna hafi orðið meint af tilrauninni. Þeim verða þó greiddar bætur. Ríkissjúkrahúsið fór yfir allar þær 65 lyfjatilraunir sem standa þar yfir en fann enga ágalla á þeim.
Danmörk Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira