Vill að stjórn FH fari frá Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 08:52 Sigurður P. Sigmundsson er formaður frjálsíþróttadeildar FH. Vísir/Vilhelm Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. „Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þetta og ég segi bara stjórnin þarf að fara frá,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar rak Sigurður málið stuttlega. Nú sé komin upp sú staða að ef bærinn kaupi ekki knatthúsið verði félagið gjaldþrota. „Það er náttúrulega stóralvarlegt mál. Félagið er að verða hundrað ára eftir fimm ár, fornfrægt félag.“ Bærinn hafi því beðið um umrædda skýrslu frá Deloitte. „Þá kemur náttúrulega í ljós að það er búið að hlaða inn á Skessuna byggingakostnaði sem stenst ekkert, eins og 120 til 130 milljónir sem hafa runnið til knattspyrnudeildar FH sem byggingakostnaður. Auðvitað gera menn athugasemdir við þetta.“ Að sögn Sigurðar hefur komið fram að það skorti mikið á gegnsæi í bókhaldi félagsins „Það segir sig sjálft að það er einhver veruleg óreiða í bókhaldinu,“ segir Sigurður sem segir að sér finnist hvað alvarlegast að þarna hafi komið fram hlutir sem ekki komu fram í ársreikningum. Hann segir að þess vegna þurfi að rannsaka málið betur. Skýrslan nái fimm ár aftur í tímann, en að mati Sigurðar er ástæða til að skoða tuttugu ár aftur í tímann. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssynir hafa verið í lykilhlutverki hjá FH yfir þennan tíma og komið að byggingu tveggja knatthúsa til viðbótar á svæðinu. „Það sem við viljum í frjálsíþróttadeildinni er að það sé allt uppi á borðum og stjórnunarhættir í Kaplakrika og rekstrarfyrirkomulagið sé gagnsætt, og eins og lög og reglur segja til um.“ FH Fótbolti Hafnarfjörður Frjálsar íþróttir Byggingariðnaður Bítið Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á þetta og ég segi bara stjórnin þarf að fara frá,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar rak Sigurður málið stuttlega. Nú sé komin upp sú staða að ef bærinn kaupi ekki knatthúsið verði félagið gjaldþrota. „Það er náttúrulega stóralvarlegt mál. Félagið er að verða hundrað ára eftir fimm ár, fornfrægt félag.“ Bærinn hafi því beðið um umrædda skýrslu frá Deloitte. „Þá kemur náttúrulega í ljós að það er búið að hlaða inn á Skessuna byggingakostnaði sem stenst ekkert, eins og 120 til 130 milljónir sem hafa runnið til knattspyrnudeildar FH sem byggingakostnaður. Auðvitað gera menn athugasemdir við þetta.“ Að sögn Sigurðar hefur komið fram að það skorti mikið á gegnsæi í bókhaldi félagsins „Það segir sig sjálft að það er einhver veruleg óreiða í bókhaldinu,“ segir Sigurður sem segir að sér finnist hvað alvarlegast að þarna hafi komið fram hlutir sem ekki komu fram í ársreikningum. Hann segir að þess vegna þurfi að rannsaka málið betur. Skýrslan nái fimm ár aftur í tímann, en að mati Sigurðar er ástæða til að skoða tuttugu ár aftur í tímann. Bræðurnir Jón Rúnar og Viðar Halldórssynir hafa verið í lykilhlutverki hjá FH yfir þennan tíma og komið að byggingu tveggja knatthúsa til viðbótar á svæðinu. „Það sem við viljum í frjálsíþróttadeildinni er að það sé allt uppi á borðum og stjórnunarhættir í Kaplakrika og rekstrarfyrirkomulagið sé gagnsætt, og eins og lög og reglur segja til um.“
FH Fótbolti Hafnarfjörður Frjálsar íþróttir Byggingariðnaður Bítið Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira