Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2024 09:51 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, er í mjög erfiðri stöðu og virðist sem fátt geti komið í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins í Bandaríkjunum um helgina. AP/J. Scott Applewhite Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. Fyrr í vikunni beittu Trump og auðjöfurinn Elon Musk sér gegn samþykkt nýs en umfangsmikils frumvarps sem byggði á samkomulagi milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni þar til á næsta ári. Repúblikanar eiga nú fáa kosti og er útlit fyrir að fátt geti komið í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Reiðir Repúblikanar Við skyndiatkvæðagreiðslu um nýja frumvarpið í gær lýstu þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins yfir reiði sinni yfir að þingflokkurinn hefði skotið sig í fótinn með þessum hætti. Þá neituðu margir þeirra að styðja frumvarpið. Að endingu fór atkvæðagreiðslan 174-235 og greiddu 38 þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn frumvarpinu, mun fleiri en leiðtogar þingflokksins óttuðust. Um er að ræða mikið högg fyrir Trump og Musk sem komu Mike Johnson, þingforseta, í mjög erfiða stöðu og óljóst hvort honum sé stætt í embætti þingforseta lengur. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu varið tæpum sólarhring í viðræður við sjálfa sig um hvernig þeir gátu skorið frumvarpið niður og fjarlægtútgjaldaliði sem íhaldsmönnum og Musk og Trump var illa við. Að endingu varð 1.500 blaðsíðna frumvarp að 116 blaðsíðum. Demókratar höfðu enga aðkomu að þessu ferli að öðru leyti en að kalla nýja frumvarpið aðhlátursefni og gagnrýna Repúblikana fyrir að fara á bak orða sinna að skipun ríkasta manns heims. „Einn eða tveir strengjabrúðuleikarar tjá sig og öfgafullir MAGA Repúblikanar ákveða að framfylgja vilja hinna ríki og vel tengdu, milljónamæringa og milljarðamæringa. Ekki vilja hins almenna Bandaríkjamanns,“ sagði Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni. „Þetta frumvarp sem liggur fyrir er ekkert annað en liður í áætlun sem gengur út á að stöðva rekstur ríkisins.“ Það felur í einföldu máli í sér að hundruð þúsunda opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum verða sendir í leyfi, með tilheyrandi truflunum, en nauðsynlegustu þjónustu ríkisins yrði haldið gangandi. Skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna lýsti Trump yfir miklum sigri og sagði að Mike Johnson, þingforseti, og aðrir Repúblikanar hefðu náð „mjög góðu samkomulagi“, í áðurnefndum viðræðum við sjálfa sig. Sagði hann öllum Repúblikönum að veita frumvarpinu atkvæði sitt en svo fór sem fór. Framhaldið þykir nú mjög óljóst og virðist sem leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi fáa ef einhverja kosti. Mike Johnson reyndi eftir atkvæðagreiðsluna að varpa ábyrgðinni yfir á Demókrata en einungis tveir þeirra greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá hét hann því að Repúblikanar myndu finna nýja lausn. Frumvarpið var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, var vikið úr embætti af flokksbræðrum og systrum sínum vegna deilna um skuldaþakið. Trump reiður út í Roy Einn þingmaður Repúblikanaflokksins benti í samtali við Washington Post á það af hverju McCarthy var vikið úr embætti og að frumvarpið þá hefði einnig innihaldið sögulegan niðurskurð á ríkisrekstri Bandaríkjanna. Nú væri sama fólkið og hefði kvartað þá að fara að greiða atkvæði um fella niður allar hömlur á útgjöld ríkisins. Þingmaðurinn Chip Roy, frá Texas, gagnrýndi aðra Repúblikana harðlega í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að Repúblikanar væru sífellt að halda því fram að þeir vildu draga úr skuldum ríkisins en vildu greiða atkvæði með frumvarpi sem myndi auka þær til muna. „Að taka þetta frumvarp og hrósa ykkur sjálfum vegna þess að það inniheldur færri blaðsíður, en eykur skuldir ríkisins um fimm billjónir dala (5.000.000.000.000) er heimskulegt,“ sagði hann í gær. Roy (R-TX): But to take this bill and congratulate yourself because it's shorter in pages, but increases the debt by $5 trillion, is asinine. And that's precisely what Republicans are doing. pic.twitter.com/s2yYcoTz6K— Acyn (@Acyn) December 19, 2024 Fljótt eftir að Roy steig niður úr pontu gagnrýndi Trump hann harðlega og kallaði hann metnaðarfullan en hæfileikalausan mann. Lagði hann til að Roy yrði ýtt til hliðar í næsta forvali Repúblikana í kjördæmi hans í Texas, eftir tæp tvö ár. Auk þess að vera reiðir yfir því að Repúblikanar hafi farið á bak orða sinna eru Demókratar sagðir óttast það að Repúblikanar myndu nota niðurfellingu skuldaþaksins til að lækka skatta verulega á næsta ári. Sjá einnig: Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Tom Cole, þingmaður Repúblikanaflokksins, gagnrýndi Demókrata í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna í gær og sakaði þá um að neita að samþykkja frumvarpið eingöngu til að koma höggi á Trump. Í leiðinni væru þeir að skaða bandaríska bændur, en frumvarpið inniheldur umfangsmiklar fjárveitingar til stuðnings þeirra. Jared Moskowitz, þingmaður Demókrataflokksins, svaraði um hæl og sagði Repúblikönum að líta í eigin barm. Eina ástæðan fyrir þessari óreiðu á þingi væri sú að Repúblikanar gætu ekki verið sammála. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fyrr í vikunni beittu Trump og auðjöfurinn Elon Musk sér gegn samþykkt nýs en umfangsmikils frumvarps sem byggði á samkomulagi milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins, sem eru enn með meirihluta í öldungadeildinni þar til á næsta ári. Repúblikanar eiga nú fáa kosti og er útlit fyrir að fátt geti komið í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Reiðir Repúblikanar Við skyndiatkvæðagreiðslu um nýja frumvarpið í gær lýstu þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins yfir reiði sinni yfir að þingflokkurinn hefði skotið sig í fótinn með þessum hætti. Þá neituðu margir þeirra að styðja frumvarpið. Að endingu fór atkvæðagreiðslan 174-235 og greiddu 38 þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn frumvarpinu, mun fleiri en leiðtogar þingflokksins óttuðust. Um er að ræða mikið högg fyrir Trump og Musk sem komu Mike Johnson, þingforseta, í mjög erfiða stöðu og óljóst hvort honum sé stætt í embætti þingforseta lengur. Leiðtogar Repúblikanaflokksins höfðu varið tæpum sólarhring í viðræður við sjálfa sig um hvernig þeir gátu skorið frumvarpið niður og fjarlægtútgjaldaliði sem íhaldsmönnum og Musk og Trump var illa við. Að endingu varð 1.500 blaðsíðna frumvarp að 116 blaðsíðum. Demókratar höfðu enga aðkomu að þessu ferli að öðru leyti en að kalla nýja frumvarpið aðhlátursefni og gagnrýna Repúblikana fyrir að fara á bak orða sinna að skipun ríkasta manns heims. „Einn eða tveir strengjabrúðuleikarar tjá sig og öfgafullir MAGA Repúblikanar ákveða að framfylgja vilja hinna ríki og vel tengdu, milljónamæringa og milljarðamæringa. Ekki vilja hins almenna Bandaríkjamanns,“ sagði Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata í fulltrúadeildinni. „Þetta frumvarp sem liggur fyrir er ekkert annað en liður í áætlun sem gengur út á að stöðva rekstur ríkisins.“ Það felur í einföldu máli í sér að hundruð þúsunda opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum verða sendir í leyfi, með tilheyrandi truflunum, en nauðsynlegustu þjónustu ríkisins yrði haldið gangandi. Skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna lýsti Trump yfir miklum sigri og sagði að Mike Johnson, þingforseti, og aðrir Repúblikanar hefðu náð „mjög góðu samkomulagi“, í áðurnefndum viðræðum við sjálfa sig. Sagði hann öllum Repúblikönum að veita frumvarpinu atkvæði sitt en svo fór sem fór. Framhaldið þykir nú mjög óljóst og virðist sem leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi fáa ef einhverja kosti. Mike Johnson reyndi eftir atkvæðagreiðsluna að varpa ábyrgðinni yfir á Demókrata en einungis tveir þeirra greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá hét hann því að Repúblikanar myndu finna nýja lausn. Frumvarpið var að miklu leyti sambærilegt því sem Repúblikanar og Demókratar höfðu samið um. Ýmis ákvæði höfðu þó verið fjarlægð, eins og fyrsta launahækkun þingmanna í rúman áratug, upp að mesta leyti 3,8 prósent, en Musk og aðrir hafa ranglega haldið því fram að launahækkunin samsvari fjörutíu prósentum. Einnig voru fjarlægð úr frumvarpinu ákvæði um lækkun lyfjakostnaðar og ákvæði um 190 milljóna dala fjárveitingu til rannsóknar barnakrabbameins, auk þess sem ákvæði um umhverfisvænu bætiefni við eldsneyti var fjarlægt. Þá hafði Johnson, að beiðni Trumps, bætt við ákvæði um að alfarið fella niður hið svokallaða skuldaþak, sem eru lög um hve miklar skuldir ríkissjóðs mega vera. Undanfarin ár hefur þakið verið hækkað reglulega og hafa Repúblikanar í hvert sinn mótmælt því harðlega. Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, var vikið úr embætti af flokksbræðrum og systrum sínum vegna deilna um skuldaþakið. Trump reiður út í Roy Einn þingmaður Repúblikanaflokksins benti í samtali við Washington Post á það af hverju McCarthy var vikið úr embætti og að frumvarpið þá hefði einnig innihaldið sögulegan niðurskurð á ríkisrekstri Bandaríkjanna. Nú væri sama fólkið og hefði kvartað þá að fara að greiða atkvæði um fella niður allar hömlur á útgjöld ríkisins. Þingmaðurinn Chip Roy, frá Texas, gagnrýndi aðra Repúblikana harðlega í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna í gær. Vísaði hann sérstaklega til þess að Repúblikanar væru sífellt að halda því fram að þeir vildu draga úr skuldum ríkisins en vildu greiða atkvæði með frumvarpi sem myndi auka þær til muna. „Að taka þetta frumvarp og hrósa ykkur sjálfum vegna þess að það inniheldur færri blaðsíður, en eykur skuldir ríkisins um fimm billjónir dala (5.000.000.000.000) er heimskulegt,“ sagði hann í gær. Roy (R-TX): But to take this bill and congratulate yourself because it's shorter in pages, but increases the debt by $5 trillion, is asinine. And that's precisely what Republicans are doing. pic.twitter.com/s2yYcoTz6K— Acyn (@Acyn) December 19, 2024 Fljótt eftir að Roy steig niður úr pontu gagnrýndi Trump hann harðlega og kallaði hann metnaðarfullan en hæfileikalausan mann. Lagði hann til að Roy yrði ýtt til hliðar í næsta forvali Repúblikana í kjördæmi hans í Texas, eftir tæp tvö ár. Auk þess að vera reiðir yfir því að Repúblikanar hafi farið á bak orða sinna eru Demókratar sagðir óttast það að Repúblikanar myndu nota niðurfellingu skuldaþaksins til að lækka skatta verulega á næsta ári. Sjá einnig: Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Tom Cole, þingmaður Repúblikanaflokksins, gagnrýndi Demókrata í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna í gær og sakaði þá um að neita að samþykkja frumvarpið eingöngu til að koma höggi á Trump. Í leiðinni væru þeir að skaða bandaríska bændur, en frumvarpið inniheldur umfangsmiklar fjárveitingar til stuðnings þeirra. Jared Moskowitz, þingmaður Demókrataflokksins, svaraði um hæl og sagði Repúblikönum að líta í eigin barm. Eina ástæðan fyrir þessari óreiðu á þingi væri sú að Repúblikanar gætu ekki verið sammála.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira