Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 20:00 Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta í gærkvöldi. Aðsend Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl. Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti. Jól Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Hin 31 árs Edda Ingibjörg Þórsdóttir var flutt í sjúkrabíl af jólatónleikum Emmsjé Gauta Julevenner í gærkvöld. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum ýta á bak sitt, þegar að mesti ærslagangurinn gekk yfir í einu af lokalagi tónleikanna með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig. Edda var allsgáð en missti um stund meðvitund við fallið og brotnaði á handarbaki. Þegar hún komst aftur til meðvitundar voru tónleikarnir búnir. Hún stóð í þriðju röð í stúkunni og skemmti sér vel á tónleikunum þar til hún féll fram fyrir sig, hrundi niður og hafnaði á handriðinu. Ingibjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi verið flutt upp á sjúkrahús um klukkan eitt í nótt og hafi verið útskrifuð þaðan upp úr klukkan sjö í morgun. Edda eyddi allri nóttinni á sjúkrahúsi.Aðsend „Ánægður að þetta hafi ekki farið illa“ Tveir tónleikar Julevenner fara fram í kvöld en viðburðarhaldari og öryggisstjóri þakka fyrir að ekki hafi farið verr. „Við náttúrulega gripum strax inn í og erum með einn sjúkraflutningamann í vinnu þannig að þetta var afgreitt strax og hringt á sjúkrabíl. Hún meira að segja labbaði út í sjúkrabíl sjálf þannig að þetta endaði allt vel,“ segir Jens Andri Fylkisson, öryggisstjóri Julevenner. „Maður er bara ánægður að þetta hafi ekki farið illa. Ef fólk er að detta fram fyrir sig þá getur það endað illa en við heyrðum í henni. Við heyrðum í henni og auðvitað var hún kannski ekki sátt við fallið en hún var sátt yfir allt með tónleika,“ bætir Gauti Þeyr, viðburðarhaldari og tónlistarmaður við. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti.vísir/vilhelm Mikilvægt að vera meðvitaður um fólk í kringum sig Þeir biðla til gesta að sýna umburðarlyndi og fara varlega þó að hátíð fari í hönd. „Mér finnst þetta snúast fyrst og fremst um að fólk eigi að vera meðvitað um að það sé með annað fólk í kringum sig. Áfengi er sljóvgandi lyf þó svo að þessi stelpa hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Mér finnst líka nauðsynlegt að einhverju leyti að vakta fólkið í kringum okkur. Ef þú sérð eitthvað, að eitthvað sé einhvern veginn þá bara annað hvort að athuga það eða láta gæsluna vita. Þetta snýst allt um að öllum líði vel,“ segir Gauti.
Jól Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira