107 ára gömul og dansar eins og unglamb Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2024 20:06 Þórhildur var kát og hress í dag eins og alltaf en hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, eða 107 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa. Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar. Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira
Það þykir ekki tiltökumál ef fólk nær því að vera 100 ára í dag en um 900 Íslendingar hafa náð þeim aldri en aðeins fimmtán hafa náð því að verða 107 ára og er Þórhildur sextándi Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hún er alltaf kát og hress en hún býr á Sléttuveginum í Reykjavík í þjónustuíbúð hjá Hrafnistu. Þórhildur er fædd 22. desember 1917 í Biskupstungum í Miðhúsum en fjölskyldan flutti fljótlega þaðan að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur 1923 þar sem Þórhildur hefur búið síðan. Eiginmaður Þórhildar var Gústaf Adólf Lárusson húsasmíðameistara frá Efri – Vaðli á Barðaströnd en hann dó 2013. Þórhildur og Gústaf eignuðust sex dætur en fimm þeirra eru á lífi á aldrinum 74 til 82 ára. En hvernig er að verða orðin 107 ára? "Það er bara gott þegar heilsan er í lagi og þá er allt fínt, bara ljómandi gott,” segir Þórhildur. Hverju þakkar þú fyrir hvað þú ert hraust og hress? „Að fara þokkalega með sig og hafa nóg að gera,” segir hún brosandi. Þórhildur hefur alltaf haft gaman af því að dansa og hún var fljót að bjóða fréttamanni upp í dans í dag. Henni hlakkar til jólanna en þar sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan komi saman. Jólagjafirnar skipti engu máli þegar maður er orðinn 107 ára. „Já, leggja meira upp úr því að koma saman og eiga góða samveru.” En hvað stefnir Þórhildur á að verða gömul? „110 ára, þannig að ég er að seilast í áttina,“ segir hún hlæjandi. Þórhildur ætlar að njóta jólanna með fjölskyldunni því hún segir að samveran sé það mikilvægast um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessum skilaboðum vildi Þórhildur koma á framfæri til landsmanna á 107 ára afmælisdeginum. „Vera trúar sjálfum sér og vita hvað er rétt og hvað er rangt, það er bara svoleiðis.” Og hvað haldið þið, jólasveinn mætti óvænt í afmælið og söng að sjálfsögðu afmælissönginn með Þórhildi og gestum hennar.
Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tímamót Mest lesið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira