Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 19:08 Inga Sæland var glöð í bragði á Bessastöðum í gær. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera. Forystukonur ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján opnaði þáttinn með því að vekja máls á því að stefnuyfirlýsing flokkanna þriggja sem kynnt var í gær væri svolítið opin og margt ekki mjög nákvæmt sem þar kemur fram. Margt óútfært en fréttnæmt þó Kristrún tók undir það að margt væri ekki að fullu útfært í yfirlýsingunni. „Þetta er stefnuyfirlýsing og þetta eru auðvitað sameiginleg markmið. Sumt er útfærðara en annað það er alveg rétt. En þetta er kannski líkara því sem áður var, þar sem að samstarf var byggt á trausti og virðingu og sameiginlegum markmiðum og það þurfti ekki að skrifa tugi blaðsíðna til að binda hendur hvers einasta flokks og hvers einasta ráðherra til að fylgja því þannig eftir,“ sagði Kristrún. Engu að síður sé margt fréttnæmt að finna í sáttmálanum. Traustið þeirra á milli sé það sem skipti mestu máli og einnig það að þær séu sammála um staðreyndir. Óljóst hvað átt er við með „réttlátum auðlindagjöldum“ Kristrún vildi jafnframt meina að yfirlýsingin væri mjög skýr hvað varðar auðlindamál. Þáttarstjórnandi gerði þá athugasemd við hugtakið „réttlátt auðlindagjald,“ hugtak sem sé „eitt óskýrasta hugtak sem verið hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarin mörg ár,“ líkt og Kristján orðaði það og kallaði eftir nánari skýringum. Þessu svaraði Kristrún til með því að segja að þar væri um að ræða hærri auðlindagjöld. „Ef fólk ætlar að telja sig niður á eina tölu akkúrat núna, þá erum við komin svolítið fram úr okkur,“ sagði Kristrún sem vildi ekkert nánar gefa upp um það hversu mikið ríkisstjórnin hyggst hækka auðlindagjöld. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu stefnuyfirlýsingu sína í gær.Vísir/Vilhelm Fram kom í máli formannanna á blaðamannafundi í gær að ekki standi til að gera miklar breytingar miðað við það sem lagt er upp með í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Inga Sæland var þá innt eftir svörum við því hvenær landsmenn gætu farið að sjá verk nýrrar ríkisstjórnar almennilega í verki. Það segir Inga til að mynda gerast með löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sömuleiðis þegar hagsmunafullrúi eldra fólks taki til starfa nefndi Inga líka sem dæmi og þá þegar 48 daga strandveiðar verði gerðar að veruleika í sumar sem muni „koma til móts við blæðandi sjávarplássin okkar,“ að sögn Ingu. Sökuðu hvort annað um bull og skæting Benti þáttarstjórnandi Ingu þá á að svoleiðis væri það þegar, gert væri ráð fyrir 48 dögum til strandveiða með lögum þegar. „Hættu að bulla þetta Kristján, lestu þetta Kristján,“ sagði Inga. Það sagðist Kristján þegar hafa gert en velti fyrir sér hvort Inga hafi lesið lögin sjálf. „Ég er búin að berjast fyrir þessu eins og rjúpa við staurinn og algjörlega í andstöðu við þá stóru sem vilja bara þurrka hreinlega upp þennan litla félagslega pott, 5,3% af strandveiðunum. Þú verður að kynna þér þetta pínulítið betur,“ sagði Inga og benti á að strandveiðar hafi verið stöðvaðar áður en 48 dagar voru liðnir í sumar þar sem potturinn hafi verið búinn. „Þú ert að auka kvótann með öðrum orðum?“ spurði Kristján þá en Inga sagðist frekar eiga við tilfærslu á veiðiheimildum. „Það er ýmislegt þarna inni í kannski sem að þú veist allt um fyrst að þú ert svona klókur í þessu,“ sagði Inga þá við þáttarstjórnanda en óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar. Það fer vel á með þeim Þorgerði, Kristrúnu og Ingu sem voru til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Vísir/Vilhelm „Vert þú ekki með þennan skæting við mig, vertu ekki með þennan skæting. Ég er að spyrja þig, ert þú þá að fara að auka kvóta ef þú ætlar að veiða í 48 daga þar sem það gekk miklu hraðar?“ svaraði Kristján fullum hálsi. Ítrekaði Inga þá að hún vildi gera tilfærslu í kerfinu, ekki aðeins með því að færa kvóta. „Og ýmislegt annað, eins og byggðakvóti og skel og rækjubætur og annað sem er fyrir utan þennan pott. Við ætlum að reyna að nýta það til þess að tryggja og fylgja því eftir þessum 48 dögum,“ sagði Inga. Þorgerður Katrín tók þá til máls og sagði fyrirhugaðar breytingar einnig hugsaðar til að stuðla að öryggi í greininni. „Að fólk verði ekki pínt út þegar það er bræla og vont veður. Þetta eru líka breytingar í þágu öryggis fólksins okkar á landinu,“ sagði Þorgerður. Leiðtogarnir fóru um víðan völl í viðtalinu sem má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Sprengisandur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forystukonur ríkisstjórnarinnar, Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mættu til Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján opnaði þáttinn með því að vekja máls á því að stefnuyfirlýsing flokkanna þriggja sem kynnt var í gær væri svolítið opin og margt ekki mjög nákvæmt sem þar kemur fram. Margt óútfært en fréttnæmt þó Kristrún tók undir það að margt væri ekki að fullu útfært í yfirlýsingunni. „Þetta er stefnuyfirlýsing og þetta eru auðvitað sameiginleg markmið. Sumt er útfærðara en annað það er alveg rétt. En þetta er kannski líkara því sem áður var, þar sem að samstarf var byggt á trausti og virðingu og sameiginlegum markmiðum og það þurfti ekki að skrifa tugi blaðsíðna til að binda hendur hvers einasta flokks og hvers einasta ráðherra til að fylgja því þannig eftir,“ sagði Kristrún. Engu að síður sé margt fréttnæmt að finna í sáttmálanum. Traustið þeirra á milli sé það sem skipti mestu máli og einnig það að þær séu sammála um staðreyndir. Óljóst hvað átt er við með „réttlátum auðlindagjöldum“ Kristrún vildi jafnframt meina að yfirlýsingin væri mjög skýr hvað varðar auðlindamál. Þáttarstjórnandi gerði þá athugasemd við hugtakið „réttlátt auðlindagjald,“ hugtak sem sé „eitt óskýrasta hugtak sem verið hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarin mörg ár,“ líkt og Kristján orðaði það og kallaði eftir nánari skýringum. Þessu svaraði Kristrún til með því að segja að þar væri um að ræða hærri auðlindagjöld. „Ef fólk ætlar að telja sig niður á eina tölu akkúrat núna, þá erum við komin svolítið fram úr okkur,“ sagði Kristrún sem vildi ekkert nánar gefa upp um það hversu mikið ríkisstjórnin hyggst hækka auðlindagjöld. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu stefnuyfirlýsingu sína í gær.Vísir/Vilhelm Fram kom í máli formannanna á blaðamannafundi í gær að ekki standi til að gera miklar breytingar miðað við það sem lagt er upp með í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Inga Sæland var þá innt eftir svörum við því hvenær landsmenn gætu farið að sjá verk nýrrar ríkisstjórnar almennilega í verki. Það segir Inga til að mynda gerast með löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sömuleiðis þegar hagsmunafullrúi eldra fólks taki til starfa nefndi Inga líka sem dæmi og þá þegar 48 daga strandveiðar verði gerðar að veruleika í sumar sem muni „koma til móts við blæðandi sjávarplássin okkar,“ að sögn Ingu. Sökuðu hvort annað um bull og skæting Benti þáttarstjórnandi Ingu þá á að svoleiðis væri það þegar, gert væri ráð fyrir 48 dögum til strandveiða með lögum þegar. „Hættu að bulla þetta Kristján, lestu þetta Kristján,“ sagði Inga. Það sagðist Kristján þegar hafa gert en velti fyrir sér hvort Inga hafi lesið lögin sjálf. „Ég er búin að berjast fyrir þessu eins og rjúpa við staurinn og algjörlega í andstöðu við þá stóru sem vilja bara þurrka hreinlega upp þennan litla félagslega pott, 5,3% af strandveiðunum. Þú verður að kynna þér þetta pínulítið betur,“ sagði Inga og benti á að strandveiðar hafi verið stöðvaðar áður en 48 dagar voru liðnir í sumar þar sem potturinn hafi verið búinn. „Þú ert að auka kvótann með öðrum orðum?“ spurði Kristján þá en Inga sagðist frekar eiga við tilfærslu á veiðiheimildum. „Það er ýmislegt þarna inni í kannski sem að þú veist allt um fyrst að þú ert svona klókur í þessu,“ sagði Inga þá við þáttarstjórnanda en óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið líflegar. Það fer vel á með þeim Þorgerði, Kristrúnu og Ingu sem voru til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Vísir/Vilhelm „Vert þú ekki með þennan skæting við mig, vertu ekki með þennan skæting. Ég er að spyrja þig, ert þú þá að fara að auka kvóta ef þú ætlar að veiða í 48 daga þar sem það gekk miklu hraðar?“ svaraði Kristján fullum hálsi. Ítrekaði Inga þá að hún vildi gera tilfærslu í kerfinu, ekki aðeins með því að færa kvóta. „Og ýmislegt annað, eins og byggðakvóti og skel og rækjubætur og annað sem er fyrir utan þennan pott. Við ætlum að reyna að nýta það til þess að tryggja og fylgja því eftir þessum 48 dögum,“ sagði Inga. Þorgerður Katrín tók þá til máls og sagði fyrirhugaðar breytingar einnig hugsaðar til að stuðla að öryggi í greininni. „Að fólk verði ekki pínt út þegar það er bræla og vont veður. Þetta eru líka breytingar í þágu öryggis fólksins okkar á landinu,“ sagði Þorgerður. Leiðtogarnir fóru um víðan völl í viðtalinu sem má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Sprengisandur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Strandveiðar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira