Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2024 00:10 Viðbúið er að það verði slæmt verðaveður um jólin, einkum á aðfangadagskvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. „Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar. Veður Jól Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
„Það er að fara að hvessa núna í nótt og snjóa hérna á sunnan- og vestanverðu landinu. Við erum með gular veðurviðvaranir í gildi út af hvassviðri og svo hríð einnig fyrir norðan,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið eigi síðan að ganga niður um sjö til níu leytið í fyrramálið. „Þá á að snúast í suðvestanátt með skúrum fyrst, það hlýnar svolítið núna í nótt líka og það verður eiginlega orðin rigning þegar líður á morgun. En seinni partinn á morgun hvessir aftur og það kólnar og koma él, þannig að það verður svolítið vetrarlegt næstu daga,“ segir Þorsteinn. Svona lítur kortið út hjá Veðurstofunni þessa stundina.Veðurstofa Íslands Verða hvít jól, verður jólalegt hjá okkur? „Það er mjög líklegt að við fáum hvít jól um mestallt land. Þó það rigni aðeins í nótt, ég efast um að snjórinn nái að hverfa alveg, en þá kemur bara meira í éljaloftinu sem þar kemur á eftir. Reyndar er veðurspáin fyrir aðfangadag svolítið varasöm, sérstaklega um kvöldið. Það er að hvessa talsvert þá og verða mjög dimm él og það eru komnar gular viðvaranir fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð, það kannski getur sett strik í reikninginn fyrir þá sem ætluðu að keyra heim um kvöldið, eitthvað út á land,“ segir Þorsteinn. Því sé mikilvægt að fylgjast afar vel með veðri og færð áður en lagt er af stað út í veðrið um jólin. Almannavarnir vekja athygli á viðvörunum veðurstofunnar á Facebook síðu sinni í dag, og þá vekur Vegagerðin athygli á því að þjónusta Vegagerðarinnar verði með nokkuð hefðbundnu sniði yfir hátíðirnar.
Veður Jól Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent